Fótbolti

Senegal í úrslitaleik Afríkukeppninnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Senegal tryggði sér farseðil í úrslitaleik Afríkukeppninnar í kvöld með 3-1 sigri á Búrkina Fasó.

Leikurinn var viðburðaríkur og fjörugur en ekkert mark var þó skorað í fyrri hálfleik.

Það var raunar ekki fyrr en eftir sjötíu mínútna leik að mörkunum fór að rigna. Abdou Diallo, leikmaður PSG, opnaði þá markareikninginn fyrir Senegal eftir stoðsendingu frá Kalidou Koulibaly.

Annar leikmaður PSG, Idrissa Gana Guye, tvöfaldaði forystu Senegal á 74.mínútu og útlitið gott fyrir Senegal.

Búrkina Fasó neitaði að gefast upp því Ibrahim Toure minnkaði muninn í 2-1 á 82.mínútu en Sadio Mane slökkti fljótt í vonum þeirra og gulltryggði sigur Senegal með marki á 87.mínútu eftir undirbúning Ismaila Sarr. 

Lokatölur 3-1 fyrir Senegal sem mæta Kamerún eða Egyptalandi í úrslitaleik keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×