Trump ætlar að náða óeirðaseggina ef hann vinnur Smári Jökull Jónsson skrifar 30. janúar 2022 13:59 Trump kom frá á fjöldafundi í Texas í gær þar sem hann sagði að þeir sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið í fyrra hefðu verið meðhöndlaðir á ósanngjarnan hátt. Vísir/EPA Donald Trump segist ætla að náða þá sem voru dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6.janúar í fyrra ef hann verður forseti á ný. Hann hélt fjöldafund í Texas í gær þar sem hann gældi við mögulegt forsetaframboð. „Ef ég býð mig fram og vinn, þá munum við koma fram við þetta fólk frá 6.janúar af sanngirni. Við munum koma fram við þau af sanngirni. Ef það þýðir náðanir þá munum við náða. Því það er verið að koma fram við þau af ósanngirni,“ sagði Trump á fjöldafundinum í gær sem var vel sóttur. Slagorðið „Björgum Bandaríkjunum“ sást á spjöldum stuðningsmanna hans sem tóku vel á móti forsetanum fyrrverandi. Fundurinn í gær var vel sóttur af stuðningsmönnum Trump.Vísir/EPA Þessi ummæli Trump endurspegla þann hug margra repúblikana að fyrirgefa ætti þeim sem réðust inn í þinghúsið í óeirðunum í fyrra. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi í kosningum 2024, sagði til dæmis að minningarathafnir sem haldnar voru þegar eitt ár var liðið frá atburðunum væru tilraun til að sverta stuðningsmenn Trump. Meira en 700 manns voru ákærðir fyrir sinn þátt í óeirðunum þar sem fimm létust og 138 lögreglumenn voru meðal slasaðra. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar atburðina, hefur stefnt fjölda einstaklinga og félagasamtökum sem hluti af rannsókn sinni og búist er verið að niðurstöður þeirra rannsóknar verði birtar í sumar. Á fundinum sagði Trump ekki beint út að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta árið 2024 en sagði að þá „myndu þau ná Hvíta húsinu aftur.“ Hann hefur margoft daðrað við framboð og heldur reglulega fjöldafundi með sínum stuðningsmönnum. Þá nýtti Trump einnig tækifærið og skaut föstum skotum að þeim saksóknurum sem eru að rannsaka viðskiptaveldi hans og kallaði eftir „stærstu mótmælum nokkurn tíman“ ef saksóknararnir myndu „gera eitthvað rangt eða ólöglegt.“ Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
„Ef ég býð mig fram og vinn, þá munum við koma fram við þetta fólk frá 6.janúar af sanngirni. Við munum koma fram við þau af sanngirni. Ef það þýðir náðanir þá munum við náða. Því það er verið að koma fram við þau af ósanngirni,“ sagði Trump á fjöldafundinum í gær sem var vel sóttur. Slagorðið „Björgum Bandaríkjunum“ sást á spjöldum stuðningsmanna hans sem tóku vel á móti forsetanum fyrrverandi. Fundurinn í gær var vel sóttur af stuðningsmönnum Trump.Vísir/EPA Þessi ummæli Trump endurspegla þann hug margra repúblikana að fyrirgefa ætti þeim sem réðust inn í þinghúsið í óeirðunum í fyrra. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi í kosningum 2024, sagði til dæmis að minningarathafnir sem haldnar voru þegar eitt ár var liðið frá atburðunum væru tilraun til að sverta stuðningsmenn Trump. Meira en 700 manns voru ákærðir fyrir sinn þátt í óeirðunum þar sem fimm létust og 138 lögreglumenn voru meðal slasaðra. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem rannsakar atburðina, hefur stefnt fjölda einstaklinga og félagasamtökum sem hluti af rannsókn sinni og búist er verið að niðurstöður þeirra rannsóknar verði birtar í sumar. Á fundinum sagði Trump ekki beint út að hann ætlaði sér að bjóða sig fram til forseta árið 2024 en sagði að þá „myndu þau ná Hvíta húsinu aftur.“ Hann hefur margoft daðrað við framboð og heldur reglulega fjöldafundi með sínum stuðningsmönnum. Þá nýtti Trump einnig tækifærið og skaut föstum skotum að þeim saksóknurum sem eru að rannsaka viðskiptaveldi hans og kallaði eftir „stærstu mótmælum nokkurn tíman“ ef saksóknararnir myndu „gera eitthvað rangt eða ólöglegt.“
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01 Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37 Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48 Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47 Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Lafhræddir Demókratar vilja drífa sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, vill tilnefna nýjan hæstaréttardómara eins fljótt og auðið er og koma tilnefningu hennar fljótt í gegnum öldungadeildina. Þar á bæ hafa Repúblikanar þegar gefið í skyn að þeir vilji draga ferlið á langinn. 29. janúar 2022 07:01
Hæstiréttur brást vonum Trumps Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið í fyrra fengi ekki aðgang að gögnum hans. Lögmenn Trumps höfðu vonast eftir því að koma í veg fyrir afhendingu gagnanna en nú er sú von úti. 20. janúar 2022 12:37
Tókst ekki að breyta reglum öldungadeildarinnar og samþykkja kosningalög Tilraunir Demókrata til að koma á nýjum kosningalögum í Bandaríkjunum misheppnuðust í gær þegar tveir öldungadeildarþingmenn flokksins neituðu að taka þátt í því að breyta reglum þingdeildarinnar. Umræddar breytingar eru Demókrötum nauðsynlegar til að koma frumvarpinu í gegnum þingið vegna naums meirihluta þeirra. 20. janúar 2022 09:48
Segjast hafa umtalsverð sönnunargögn um lögbrot Starfsmenn ríkissaksóknara New York sögðust í gær hafa fundið umtalsverð sönnunargögn um að forsvarsmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hefðu beitt sviksömum og villandi leiðum til að fá lán og greiða lægri skatta. 19. janúar 2022 09:47
Biden segir Trump ógn við lýðræðið Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. 6. janúar 2022 14:14