Erlent

Ís­lendingur í Boston ó­hræddur við hríðar­byl

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Tæplega fimm þúsund flugferðum hefur verið aflýst vegna bylsins.
Tæplega fimm þúsund flugferðum hefur verið aflýst vegna bylsins. AP News

Snjó kyngir nú niður í miklum hríðarbyl sem nú gengur yfir austurströnd Bandaríkjanna í fyrsta sinn í fjögur ár. Neyðarástandi hefur meðal annars verið lýst yfir en Íslendingur sem búsettur er í Boston lætur ekki mikið á sig fá.

Fárviðri og jafnvel metsnjókomu er spáð í nokkrum ríkjum í kvöld en reiknað er með að Nýja England fari einna verst út úr bylnum. Neyðarástandi var lýst yfir í New York og Rhode Island fyrr í dag og þúsundum flugferða var aflýst vegna bylsins, þar á meðal flugi Icelandair til Boston og New York.

Esther Halldórsdóttir íbúi í Boston lætur ekki mikið á sig fá vegna veðursins. Íslendingar séu enda vanir slæmu veðri en veðrið sé þó misslæmt á austurströndinni.

„Þetta er kannski svolítið dramatískt hérna úti. Fólk er búið að vera að hamstra í búðunum og við lentum í þvílíkri traffík í gærkvöldi þegar við vorum að fara út að borða út af því að það var svo mikil umferð af því að fólk var að fara út í búð.“

„Fólk á bara að halda sig heima í dag og það er verið að ryðja snjóinn og svo verður þetta örugglega bara komið í venjulegt horf á morgun,“ segir Esther Halldórsdóttir íbúi í Boston í Bandaríkjunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×