Í starfslýsingu forseta að halda stillingu yfir ósigrinum Snorri Másson skrifar 27. janúar 2022 23:01 „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Egill Forseti Íslands hvetur landsmenn til stillingar í úlfúð þeirri sem ýfst hefur upp í garð Dana eftir að ósigur þeirra útilokaði Íslendinga frá undanúrslitum á EM. Við eigum hvorki að steypa konungsmerkjum af þinghúsum né afnema dönskukennslu að mati Guðna. Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022 EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Samfélagsmiðlar hafa logað í gær og í dag af svívirðingum í garð Dana eftir að þeir klúðruðu málum gegn Frökkum. Vonbrigðin hafa opnað sár okkar nýlenduþjóðarinnar og ýmislegt verið dregið upp. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata minnti á tillögu sína um að fjarlægja merki Danakonungs af Alþingishúsinu. „Þrátt fyrir tapið í gær og hvernig þessi blessaði leikur fór eru nú sterk vinabönd milli Íslands og Danmerkur,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Nærðu að stilla þig með öllu? „Það er nú nánast bundið í starfslýsinguna.“ „Ég vona nú að við förum ekki að klifra upp á þak þinghússins á svipstundu með hamar og meitil. Við eigum ekki heldur að leggja niður dönskukennslu og við eigum ekki á svipstundu að heimta handritin öll heim,“ segir Guðni. Dönskukennsla er að sögn Guðna eftir sem áður mikilvæg, jafnvel þótt hún hafi á stundum orðið fólki að tilefni til þess að spyrja á Vísindavefnum hvort hægt sé að deyja úr leiðindum. „Verum nú bara róleg og sýnum æðruleysi og jafnaðargeð. Hvað segir nú ekki í laginu? Livet er ikke det værste man har og om lidt er kaffen klar,“ segir Guðni. Rub it in. pic.twitter.com/LSviUQvrdh— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 26, 2022 #emruv2022 pic.twitter.com/LyABkYlfnn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) January 26, 2022 Besta hugmynd sem ég hef heyrt! https://t.co/0BIbjC7RYG— Óli (@8lafur) January 27, 2022 Danska kráin þarf eitthvað meira en covid lokunarstyrk til að bjarga sér eftir þetta— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
EM karla í handbolta 2022 Forseti Íslands Alþingi Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10 Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Mikill meðbyr með glænýrri tillögu um að merki Danakonungs verði fjarlægt Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur skilað inn þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns IX Danakonungs af Alþingishúsinu. 26. janúar 2022 22:10
Fékk viðbjóðsleg skilaboð frá Íslendingum eftir tap Danmerkur Daninn Rasmus Boysen, sennilega helsti handboltafréttamiðlari heimsins, fékk send „viðbjóðsleg“ skilaboð frá Íslendingum og fleirum eftir tap Danmerkur gegn Frakklandi á EM í Búdapest í gær. 27. janúar 2022 11:30