Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 16:24 Úkraínskur hermaður á víglínunni í austurhluta landsins. AP/Evgeniy Maloletka Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu. Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Fyrr í dag hafði Andrei Turchak, þingmaður og háttsettur meðlimur Sameinaðs Rússlands, slegið á svipaða strengi og sagt að flokkurinn hefði miklar áhyggjur af vopnasendingum til Úkraínu, samkvæmt frétt Moscow Times. Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Vert er að benda á að loftvarnaeldflaugin sem aðskilnaðarsinnar notuðu til að skjóta niður farþegaþotuna MH17 árið 2014. Sjá einnig: Saka Bandaríkin um að auka spennu í Austur-Evrópu Yfirvöld í Kænugarði áætla að átökin í austurhluta landsins hafi kostað um fimmtán þúsund manns lífið. Nú hafa Rússar komið tugum þúsunda hermanna fyrir við landamæri Úkraínu og halda umfangsmiklar heræfingar hringinn í kringum landið. Óttast er að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Ráðamenn í Rússlandi krefjast þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa sagt að ekki komi til greina að verða við þeim kröfum. Tilkynntu var í gær að hersveitir yrðu settar í viðbragðsstöðu og fleiri herskip og orrustuþotur yrðu sendar til aðildarríkja í Austur-Evrópu. Ekki stendur til að verða við þessum kröfum. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Yfirvöld í Kænugarði hafa á undanförnum dögum sagt að Rússar séu ekki með nægilega marga hermenn til staðar til að gera allsherjarinnrás í Úkraínu.
Úkraína Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26 Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24 Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Myndi íhuga að refsa Pútín sjálfum geri Rússar innrás Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að hann myndi íhuga að beita Vladímir Pútín, forseta Rússlands, persónulegum refsiaðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. 25. janúar 2022 20:26
Bandaríkjaher í startholunum vegna stöðunnar við Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur sett 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu vegna hernaðaruppbyggingar Rússa við landamæri Úkraínu. 24. janúar 2022 23:24
Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. 23. janúar 2022 11:30