Enski boltinn

Þjálfara­hring­ekja Wat­ford heldur á­fram: Rani­eri rekinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ranieri var í dag sagt upp störfum.
Ranieri var í dag sagt upp störfum. Robin Jones/Getty Images

Enska knattspyrnuliðið Watford heldur uppteknum hætti og skiptir óspart um þjálfara ef illa gengur. Ítalinn Claudio Ranieri var í dag rekinn en hann var 15. þjálfari liðsins á undanförnum áratug.

Hinn 70 ára gamli Ranieri tók við Watford þann 4. október á síðasta ári en gengi félagsins hefur verið vægast sagt hörmulegt síðan hann mætti til starfa.

Hann stýrði liðinu í 13 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og náði aðeins í sjö stig. Forveri hans, Xisco Munoz, náði í jafn mörg stig í aðeins sjö leikjum.

Watford steinlá um helgina gegn Norwic City en bæði lið eru í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni. Með sigrinum fór Norwich upp í 17. sæti með 16 stig á meðan Watford er í 19. sæti með 20 stig.

Watford hefur þó leikið tveimur leikjum minna en Norwich og leik minna en Newcastle United sem er í 18. sæti með 15 stig. Næsti leikur Watford er annar fallbaráttuslagur en liðið mætir þá botnliði deildarinnar, Burnley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.