Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 10:23 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun ræða áherslur sínar fyrir árið í dag. AP/Robert Bumsted Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða. Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Þegar hann tók við störfum þann 1. janúar 2017 lagði hann sérstaka áherslu á að reyna að koma í veg fyrir átök í heiminum og tæka ójöfnuð. „Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur engin völd. Við getum haft áhrif. Ég get sannfært, ég get miðlað en ég hef engin völd,“ sagði Guterres í viðtali við AP fréttaveituna. Guterres segist þurfa að reyna að miðla mála deiluaðila á milli og stuðla til friðar á hverjum degi. Til dæmis hafi hann í þessari viku rætt við deiluaðila í Eþíópíu og leiðtoga hersins í Malí sem tóku nýverið völd þar í landi og frestuðu kosningum sem áttu að fara fram í næsta mánuði til 2026. Varðandi öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, sem hefur vald til að stuðla að heimsfriði og öryggi, meðal annar með refsiaðgerðum og jafnvel hernaðaraðgerðum, sagði Guterres að ráðið væri sundrað. Það ætti sérstaklega við fimm aðildarríki ráðsins sem hefðu neitunarvald. Rússar og Kína væru oft á öndverðum póli við Bandaríkin, Bretland og Frakkland um stór mál. Þar á meðal um nýjar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna ítrekaðra eldflaugatilrauna þeirra. Sjá einnig: Íhugar að hefja aftur tilraunir með langdrægar eldflaugar Guterres var einnig spurður út í það hvort Rússar, sem hafa komið hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, muni gera innrás. Hann sagðist telja að engin yrði innrásin. „Því ég trúi ekki á hernaðarlausnir á vandamálum og ég held að besta leiðin til að leysa þessi vandamál sé í gegnum samninga og viðræður,“ sagði Guterres. Hann ítrekaði að innrás Rússa í Úkraínu myndi hafa hörmulegar afleiðingar. Sjá einnig: Blinken og Lavrov funda í Genf í dag Guterres mun flytja ræðu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í dag þar sem hann mun fara yfir helstu áherslur sínar á þessu ári. Í áðurnefndu viðtali nefndi hann þrjú atriði sem hann ætlaði sér að nefna í ræðunni. Það fyrsta væri ójöfnuður í dreifingu bóluefna gegn Covid-19 og þá sérstaklega í Afríku. Hann ætlar einnig að ræða um þörfina á því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og alþjóðafjárhagskerfið sem hann segir gífurlega ósanngjarnt í hag auðugra þjóða.
Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira