Erlent

Blinken og Lavrov funda í Genf í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gervihnattamyndir sýna uppsöfnun rússnesks herafla við landamærin að Úkraínu.
Gervihnattamyndir sýna uppsöfnun rússnesks herafla við landamærin að Úkraínu. epa/Maxar Technologies

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, munu hittast síðar í dag í Genf í Sviss til að ræða ástandið í Úkraínu en spennan á svæðinu fer nú vaxandi dag frá degi og óttast vesturlönd að Rússar hyggi á innrás í landið.

Blinken sagði í gær að afleiðingar innrásar yrðu grafalvarlegar fyrr Rússa, sem nú hafa um 100 þúsund hermenn við landamærin. Rússar segja á móti að ekki standi til að ráðast inn í landið en Pútín forseti hefur þó sagt að ekki komi til greina að leyfa Úkraínu að ganga í NATO. 

Þá vill hann einnig að NATO láti af öllu herbrölti í Austur-Evrópu eins og hún leggur sig. 

Blinken fundaði um sama mál í gær með kollegum sínum frá Betlandi, Frakklandi og Þýskalandi og er talið að á fundinum muni hann reyna að fá Rússa til að slaka á spennunni með diplómatískum leiðum.


Tengdar fréttir

„Það er ekkert sem kallast minni­háttar inn­rás“

Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis.

„Rússarnir eru að sameina NATO“

Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið.

Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum

Prófessor í stjórn­mála­heim­speki segir af­leiðingar af mögu­legri inn­rás Rússa í Úkraínu geta verið graf­alvar­legar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út.

Í skyndiferð til Úkraínu til að sýna stuðning

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun fara til Úkraínu á morgun. Þar mun hann hitta Volodímír Selenskí, forseta Úkraínu, og ræða við hann um spennuna á landamærum Úkraínu annars vegar og Rússlands og Hvíta-Rússlands hins vegar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×