Vill jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2022 23:49 Haraldur Þorleifsson hefur látið til sín taka í umræðunni um kynferðisbrot á síðustu misserum. Mynd/Ueno Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, tilkynnti í dag að hann vilji aðstoða þolendur kynferðisofbeldis við að losna undan trúnaðarsamningum við gerendur. Hann segist vilja jafna leikinn og hjálpa þolendum að rjúfa þögnina. „Ég er með góða lögfræðinga sem ég get fengið til að skoða mál og það er örugglega hægt að opna flesta af þessum samningum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segist hafa heyrt um nokkra slíka samninga hér á landi en hafi meiri reynslu af trúnaðarsamningum sem starfsmenn geri í ríkum mæli við atvinnurekendur í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. „Mjög oft eru þessi samningar mjög hæpnir, þeir eru ekki endilega eitthvað sem hægt er framfylgja eða nokkur myndi framfylgja en það er kannski svolítil hræðsla við að skoða það.“ Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Haraldur segir að kveikjan að tístinu hafi verið umræða um slíka samninga á samfélagsmiðlum. Telur hann fullt tilefni til að skoða þessi tilfelli nánar hér á landi. Þrátt fyrir það sé einnig mikilvægt að virða það ef þolendur kjósa að greina ekki frá reynslu sinni af einhverjum ástæðum. „En mér finnst allavega að það eigi ekki að stoppa á því hvort einhver kostnaður fylgi því eða einhverri hræðslu við að lenda í lögfræðingum. Ég held að það sé ekki góð ástæða til að segja ekki frá,“ segir Haraldur. Fólk líklega í erfiðri stöðu Aðspurður um það hvers vegna hann vilji bjóða fram aðstoð sína í slíkum málum segir Haraldur að hann vilji með þessu reyna að jafna stöðu þolenda og gerenda. „Ég ímynda mér og reikna með því að fólk sem geri svona þöggunarsamning sé að gera það út frá mjög ójöfnu sambandi, þar sem annars vegar er aðili sem er væntanlega fjársterkur með lögfræðinga og peninga sem hann getur sett í að kaupa þögn og hins vegar manneskja sem vantar peninginn það mikið að hún er tilbúin til að sætta sig við að það sé kannski að einhverju leyti brotið á þeim aftur svona.“ „Mér datt í hug að þetta væri leið til að jafna leikinn, og það væri hægt að hjálpa þessu fólki ef það vill hjálp við að komast út úr þessum samningum sem það sér mögulega eftir að hafa gert eða jafnvel þurfti að gera en vill samt fá að segja sína sögu.“ Haraldur biður fólk sem þiggur aðstoð um að senda honum einkaskilaboð á Twitter. Tvö erindi höfðu borist þegar hann athugaði stöðuna um tveimur tímum eftir að hann birti ákallið. „Fyrir utan það þá langar mig líka að sjá hver væri svo djarfur að kæra einhvern fyrir að brjóta svona samning, það væri mjög áhugavert mál,“ bætir Haraldur við. Hyggist standa við sitt Haraldur greindi frá því síðasta sumar að hann vildi greiða lögfræðikostnað þeirra sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson hafi stefnt vegna ummæla sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða miskabætur þeirra ef til þess kæmi. Haraldur segist hafa verið í sambandi við tvo aðila vegna mála Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur höfðaði vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Um er að ræða mál á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni en hann er einn sex einstaklinga sem Ingólfur hefur höfðað meiðyrðamál gegn. „Ef eitthvað fólk verður dæmt í þessu máli, sem ég auðvitað vona að verði ekki gert þeirra vegna, þá náttúrulega stend ég við það sem ég sagði,“ segir Haraldur. MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég er með góða lögfræðinga sem ég get fengið til að skoða mál og það er örugglega hægt að opna flesta af þessum samningum,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Hann segist hafa heyrt um nokkra slíka samninga hér á landi en hafi meiri reynslu af trúnaðarsamningum sem starfsmenn geri í ríkum mæli við atvinnurekendur í Bandaríkjunum þar sem hann starfaði um nokkurt skeið. „Mjög oft eru þessi samningar mjög hæpnir, þeir eru ekki endilega eitthvað sem hægt er framfylgja eða nokkur myndi framfylgja en það er kannski svolítil hræðsla við að skoða það.“ Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Haraldur segir að kveikjan að tístinu hafi verið umræða um slíka samninga á samfélagsmiðlum. Telur hann fullt tilefni til að skoða þessi tilfelli nánar hér á landi. Þrátt fyrir það sé einnig mikilvægt að virða það ef þolendur kjósa að greina ekki frá reynslu sinni af einhverjum ástæðum. „En mér finnst allavega að það eigi ekki að stoppa á því hvort einhver kostnaður fylgi því eða einhverri hræðslu við að lenda í lögfræðingum. Ég held að það sé ekki góð ástæða til að segja ekki frá,“ segir Haraldur. Fólk líklega í erfiðri stöðu Aðspurður um það hvers vegna hann vilji bjóða fram aðstoð sína í slíkum málum segir Haraldur að hann vilji með þessu reyna að jafna stöðu þolenda og gerenda. „Ég ímynda mér og reikna með því að fólk sem geri svona þöggunarsamning sé að gera það út frá mjög ójöfnu sambandi, þar sem annars vegar er aðili sem er væntanlega fjársterkur með lögfræðinga og peninga sem hann getur sett í að kaupa þögn og hins vegar manneskja sem vantar peninginn það mikið að hún er tilbúin til að sætta sig við að það sé kannski að einhverju leyti brotið á þeim aftur svona.“ „Mér datt í hug að þetta væri leið til að jafna leikinn, og það væri hægt að hjálpa þessu fólki ef það vill hjálp við að komast út úr þessum samningum sem það sér mögulega eftir að hafa gert eða jafnvel þurfti að gera en vill samt fá að segja sína sögu.“ Haraldur biður fólk sem þiggur aðstoð um að senda honum einkaskilaboð á Twitter. Tvö erindi höfðu borist þegar hann athugaði stöðuna um tveimur tímum eftir að hann birti ákallið. „Fyrir utan það þá langar mig líka að sjá hver væri svo djarfur að kæra einhvern fyrir að brjóta svona samning, það væri mjög áhugavert mál,“ bætir Haraldur við. Hyggist standa við sitt Haraldur greindi frá því síðasta sumar að hann vildi greiða lögfræðikostnað þeirra sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson hafi stefnt vegna ummæla sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða miskabætur þeirra ef til þess kæmi. Haraldur segist hafa verið í sambandi við tvo aðila vegna mála Ingólfs, betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Fyrsta meiðyrðamálið sem Ingólfur höfðaði vegna ummæla sem féllu um hann á samfélagsmiðlum síðasta sumar var á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Um er að ræða mál á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni en hann er einn sex einstaklinga sem Ingólfur hefur höfðað meiðyrðamál gegn. „Ef eitthvað fólk verður dæmt í þessu máli, sem ég auðvitað vona að verði ekki gert þeirra vegna, þá náttúrulega stend ég við það sem ég sagði,“ segir Haraldur.
MeToo Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42