Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Eiður Þór Árnason skrifar 19. janúar 2022 17:49 Haraldur Þorleifsson átti hugmyndina að Römpum upp Reykjavík. Vísir/Sigurjón Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. Slíkum samningum, sem eru einnig nefndir trúnaðarsamningar, er ætlað að koma í veg fyrir að þolendur slíkra brota greini frá þeim opinberlega. Haraldur tilkynnir þetta í færslu á Twitter-síðu sinni í dag og hvetur fólk í þeirri aðstöðu til að hafa samband við sig ef það hefur áhuga á að vita hvernig það geti losnað undan slíkum samningi. „Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn,“ skrifar Haraldur og bendir einstaklingum á að senda sér einkaskilaboð á Twitter. Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Boðist til að greiða miskabætur Haraldur komst í fréttir í júlí síðastliðnum þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi krafið einstaklinga um vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun seinasta árs fyrir háar fjárhæðir. Athygli vakti þegar hann greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í Reykjavík og víðar á landinu. Hann fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála. MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Slíkum samningum, sem eru einnig nefndir trúnaðarsamningar, er ætlað að koma í veg fyrir að þolendur slíkra brota greini frá þeim opinberlega. Haraldur tilkynnir þetta í færslu á Twitter-síðu sinni í dag og hvetur fólk í þeirri aðstöðu til að hafa samband við sig ef það hefur áhuga á að vita hvernig það geti losnað undan slíkum samningi. „Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn,“ skrifar Haraldur og bendir einstaklingum á að senda sér einkaskilaboð á Twitter. Hafðu samband (sendu DM) ef að þú ert með þöggunarsamning útaf kynferðisbroti og vilt vita hvernig þú losar þig úr honum.Ég get ekki lofað neinu en kannski getum við fundið lausn.— Halli (@iamharaldur) January 19, 2022 Boðist til að greiða miskabætur Haraldur komst í fréttir í júlí síðastliðnum þegar hann bauðst til þess að greiða miskabætur sem tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, hafi krafið einstaklinga um vegna meintra ærumeiðinga sem tengdust ásökunum um kynferðisbrot. Þá lýsti Haraldur því einnig yfir að hann ætlaði að greiða lögfræðikostnað þeirra. Haraldur seldi hönnunarfyrirtæki sitt til Twitter í byrjun seinasta árs fyrir háar fjárhæðir. Athygli vakti þegar hann greindi frá því að hann hafi flutt lögheimili sitt til Íslands áður en gengið var frá sölunni í þeim tilgangi að greiða skatta af henni hér á landi. Fram að því hafði Haraldur verið búsettur í Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni til fjölda ára. Haraldur var hvatamaður að átakinu Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að bæta aðgengismál í Reykjavík og víðar á landinu. Hann fékk heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag fyrir störf á sviði nýsköpunar og samfélagsmála.
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41 Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52 Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þessi tólf hlutu fálkaorðuna á Bessastöðum í dag Forseti Íslands sæmdi tólf Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega en óhefðbundna athöfn á Bessastöðum í dag, nýársdag. 1. janúar 2022 16:41
Býðst til að leggja inn á fjölskyldur sem hafa lítið milli handanna Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst láta gott af sér leiða um jólin og aðstoða barnafjölskyldur sem hafa lítið milli handanna. 24. desember 2021 00:52
Býðst líka til að borga miskabætur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur boðist til að greiða miskabætur sem Ingólfur Þórarinsson Veðurguð hefur krafið fimm um að greiða sér. Hann greinir frá þessu á Twitter. 14. júlí 2021 16:42