Erlent

Reiknað með að til­kynnt verði um af­léttingar í Eng­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá verslunargötunni Oxfordstræti í London.
Frá verslunargötunni Oxfordstræti í London. EPA

Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag.

Ríkisstjórnin hittist nú í morgunsárið til að ræða aðgerðir og er talið mjög líklegt að öll tilmæli um að fólk vinni heiman frá sér ef þess er kostur verði afnumin. Þá er einnig talið líklegt að ekki verði lengur krafist bólusetningarvottorðs til að komast inn á næturklúbba og íþróttaviðburði eins og verið hefur. 

Í umfjöllun Guardian um málið er einnig sagt mögulegt að ákveðið verði að afnema grímuskyldu í almenningssamgöngum og í verslunum. Ef af þessu verður munu nýju reglurnar taka gildi 26. janúar næstkomandi. 

Johnson er nú undir miklum þrýstingi vegna fregna af brotum á sóttvarnareglum og er talið að með þessu geti hann létt á þeim þrýstingi af hálfu samflokksmanna sinna í það minnsta. 

Þeir sem greinast smitaðir af völdum ómíkronafbrigðisins eru þó enn um hundrað þúsund á dag en spítalainnlögnum hefur hinsvegar fækkað, líkt og hér á landi. 

Í Þýskalandi féll síðan met í gær en þar greindust 112 þúsund manns smitaðir og er það í fyrsta sinn sem smitaðir eru fleiri en hundrað þúsund á einum degi. 239 létust á spítölum í Þýskalandi í gær af völdum kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020.

Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti

Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.