Yngstu börnin sleppa við að fá pinna upp í nefið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:22 Breytingin tekur gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Í ljósi þess hversu mörg börn eru nú að mæta í sýnatökur hefur verið ákveðið að taka megi PCR-sýni hjá börnum yngri en átta ára með munnstroku. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ástæðan fyrir breytingunni sé fyrst og fremst að bæta upplifun barnanna en einnig til að stytta tímann sem það tekur að taka sýni. Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Frá og með morgundeginum verður hægt að taka PCR sýni úr börnum átta ára og yngri með munnstroku en þetta var ákveðið á fundi sóttvarnalæknis og heilsugæslunnar í dag. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að breytingin hafi verið gerð til að bæta upplifun barnanna. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur reynst börnum erfitt, sérstaklega yngri, að taka svona PCR sýni. Þetta hefur valdið vanlíðan og börnin hafa verið ósátt við þetta, þannig þetta er meðal annars til að bæta umhverfið við sýnatökur hjá börnunum,“ segir Óskar. Þannig komast börnin hjá því að fá pinna upp í nefið, sem hefur reynst mörgum erfitt. „Það er strokið úr kinnum og stundum aftan í háls ef að það gengur, annars er þetta hálfgert munnvatnssýni þar sem þú strýkur munnvatni af kinnunum og nærð þannig veirunni til þess að taka PCR próf,“ segir Óskar. Hann segir ákvörðunina hafa verið tekna að vel ígrunduðu máli. Þar sem PCR-prófun eru besta mögulega rannsóknaraðferðin var metið ásættanlegt miðað við stöðuna í dag að taka sýni með þessum hætti hjá yngsta hópnum. Fjöldi barna sem hefur þurft að fara í sýnatökur hefur aukist töluvert undanfarna daga og segir Óskar að oft séu allt upp í tvö þúsund börn á þessum aldri sem koma í sýnatöku bara á Suðurlandsbrautinni. „Við erum allt upp undir fimm sinnum lengur að taka sýni úr þessum yngri börnum heldur en fullorðnum þannig það eru ákveðnir erfiðleikar fólgnir í því gagnvart börnunum sjálfum og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Tengdar fréttir Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54 „Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Nýjar hæðir í sýnatökum Heilsugæslan er komin yfir þolmörk þegar kemur að sýnatöku vegna kórónuveirunnar að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Búist er við miklu álagi á morgun þegar yfir 900 börn mæta í sýnatöku en til skoðunar er að lengja opnunartíma. 14. janúar 2022 11:54
„Mjög mikilvægt að það sé búið að börnum eins vel og við mögulega getum“ Umboðsmaður barna hefur beint því til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að gera úrbætur þegar kemur að sýnatökum barna, meðal annars með tilliti til umhverfis og samskipta. Umboðsmaður barna segir mikilvægt að búa sérstaklega að börnum nú þegar mörg þeirra eru að mæta í sýnatökur. 13. janúar 2022 14:35
1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands 1.080 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 114 á landamærum. 17. janúar 2022 10:45