Hraðpróf hafa kostað 900 milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 12:30 Almenningur hefur flykkst í hraðpróf á síðustu vikum. Vísir/Vilhelm/Egill Hraðpróf við kórónuveirunni hafa verið vinsæl undanfarið og sérstakar hraðprófsstöðvar hafa víðsvegar skotið upp kollinum. Bæði heilsugæsla og einkaaðilar sjá um framkvæmd slíkra prófa og Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt þeim aðilum tæpar 900 milljónir síðan í haust. Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Með nýjum reglum um samkomutakmarkanir, sem tóku gildi á miðnætti, er óheimilt að halda stærri viðburði og almennt er miðað við tíu manna hámark. Áður var leyfilegt að halda 200 manna viðburði með notkun hraðprófa og fyrr í desember var leyfilegt að hafa allt að 500 manns á slíkum viðburðum. Öryggismiðstöðin er eitt þeirra fyrirtækja sem heldur út sérstökum hraðprófsstöðvum en Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR sem er sérstakt svið hjá Öryggismiðstöðinni, segir að einkafyrirtækin sitji uppi með skellinn ef mikil fækkun verður í kúnnahópi þeirra, enda þurfi að borga starfsfólki laun og greiða leigu. „Við fáum greitt fyrir tekin sýni þannig að ef það mætir enginn þá er það náttúrulega ekki nein greiðsla fyrir. Þannig að við erum bara í ágætismálum, við segjum það,“ segir Ómar og bætir við að enn sé of snemmt að segja til um hvort og þá hvenær samkomutakmarkanirnar munu koma til með að hafa. Bransinn ekki sérstaklega stöðugur Hann segir að áhrifin hafi í raun verið komin fram enda hafi lítið verið af skipulögðum viðburðum í janúar. Mikið hafi verið að gera yfir hátíðarnar, þegar jólatónleikar og aðrir viðburðir voru tíðir. „Þær [samkomutakmarkanirnar] tóku náttúrulega gildi í gær. Við sáum allavega ekki neina fækkun í gær í sýnatökum og ég heyri það á mínu fólki að fólk er mikið að koma ef það er að fara að hitta vini eða ættingja, eða á leið í lítið matarboð. Eða náttúrulega að fara erlendis, þarf það vottorð,“ segir Ómar. Ómar segir að starfsemin hafi eðli málsins samkvæmt sveiflast í takti við gildandi takmarkanir á hverjum tíma. Bransinn sé ekki sérstaklega stöðugur. „Það er rosalega snemmt að segja til um hvaða áhrif þetta hefur eða hvernig í rauninni þetta hefur áhrif á uppbyggingu á okkar kúnnahópi,“segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri AIVÖR hjá Öryggismiðstöðinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fólk streymir enn í hraðpróf þrátt fyrir undanþágu Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 13. nóvember 2021 13:30
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48