Innlent

Fólk streymir enn í hrað­próf þrátt fyrir undan­þágu

Árni Sæberg skrifar
Ríflega tvö þúsund manns hafa mætt í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag.
Ríflega tvö þúsund manns hafa mætt í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag. Vísir/Sigurjón

Ríflega tvö þúsund manns hafa þegar mætt í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins það sem af er degi. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fólk velja að mæta þrátt fyrir að þurfa ekki að framvísa neikvæðum niðurstöðum á menningarviðburðum um helgina. 

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina. Sú ákvörðun var tekin vegna þess að óttast var að hraðprófsstaðir myndu ekki anna eftirspurn um helgina og fólk kæmist því ekki á viðburði.

Marta María segir heilsugæsluna hafa rýmkað tímabókunarkerfi sitt og lengt opnunartíma til klukkan 16 til þess að anna aukinni eftirspurn. Því ættu allir að komast að sem vilja.

Hún segist ekki hafa tekið eftir því að færri komi nú eftir að undanþága var veitt. „Ég held að fólk vilji bara vera öruggt,“ segir Marta.

Þá segir hún Heilsugæsluna mælast til þess að fólk mæti í hraðpróf þó svo að það sé ekki skylda.

Margir greinist jákvæðir í hraðprófum

Níu hafa greinst með kórónuveiruna í hraðprófum í dag. Í gær voru þeir 38, þar af voru 26 sem fóru í hraðpróf til þess að mega sækja menningarviðburði. Daginn þar áður voru jákvæðir 43, sem er metfjöldi greindra í hraðprófum.

Marta María segir að langflestir sem greinast jákvæðir í hraðprófi geri það sömuleiðis í PCR-prófi. „Það má búast við að einhverjir örfáir af þeim sem greinasta núna jákvæðir hjá okkur, eru síðan neikvæðir í PCR-prófi. Það eru örfáir,“ segir hún þó.


Tengdar fréttir

Hraðpróf óþörf um helgina

Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt undanþágu frá reglum um framvísun neikvæðra hraðprófa á menningaviðburðum um helgina þar sem ljóst er að hraðprófsstöðvar anna ekki eftirspurn og auknu álagi.

Aldrei fleiri greinst smitaðir í hrað­prófum

43 greindust með kórónuveiruna í hraðprófum í gær, sem er metfjöldi. Um fjögur þúsund manns mættu í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag, sem er einnig metfjöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.