Innlent

Gjörgæslusjúklingum fækkar

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Meðalaldur innlagðra á Landspítala með Covid-19 er 64 ár.
Meðalaldur innlagðra á Landspítala með Covid-19 er 64 ár. Vísir/Vilhelm

Þeim fjölgar um tvo sem liggja inni á Land­spítala með Co­vid-19 milli daga en fækkar á sama tíma um tvo sem liggja á gjör­gæslu­deild. 45 sjúk­lingar á spítalanum eru smitaðir.

Þá eru sex inni á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél en þeir voru átta sem lágu á gjörgæsludeild og fjórir í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum voru tveir útskrifaðir af gjörgæsludeildinni í gær og fluttir yfir á legudeild. 

Í tilkynningu á vef spítalans segir að nú séu 7.927 skráðir á Covid-göngudeild spítalans en þar af eru 2.670 börn. Í gær voru 8.076 sjúklingar á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.621 barn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 330 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala og 55 endað á gjörgæslu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×