Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 12:21 Rannsóknin hefur verið í gangi í rúmt hálft ár. getty/jon super Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira