Fótbolti

Auba­mey­ang ekki með Gabon vegna hjarta­vand­amála

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fékk Covid-19 fyrir nokkrum dögum og gat ekki spilað með Gabon í gær.
Pierre-Emerick Aubameyang fékk Covid-19 fyrir nokkrum dögum og gat ekki spilað með Gabon í gær. Simon Stacpoole/Getty Images

Pierre-Emerick Aubameyang var ekki með Gabon í leik liðsins gegn Ghana í Afríkukeppninni í gær vegna hjartavandamála. Það kom ekki að sök þó Gabon hafi verið án síns besta leikmanns en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Aubameyang fór í skoðun fyrir leikinn á föstudag og þar kom í að ljós að hann væri að glíma við hjartavandræði (e. heart lesions) eftir að hafa fengið kórónuveiruna nú fyrir nokkrum dögum síðan.

Frá þessu greindi knattspyrnusamband Gabon á Twitter-síðu sinni.

Gabon var ekki aðeins án Aubameyang en Mario Lemina, leikmaður Nice í Frakklandi, og Axel Méyé, leikmaður IR Tanger í Marokkó, fengu heldur ekki leyfi til að spila sökum sama vandamáls.

Patrice Neveu, þjálfari Gabon, sagði eftir leik að hann hefði aðeins fengið staðfestingu tveimur tímum fyrir leik að þremenningarnir mættu ekki spila leikinn gegn Ghana. Neveu sagði þó að ekki væri um stórvægilegt vandamála að ræða, hann hefði einfaldlega viljað verja leikmenn sína.

Þjálfarinn vonast til að allir þrír verði til taks í lokaleik riðlakeppninnar gegn Marokkó á þriðjudaginn kemur. Hann tók þó fram að heilsa leikmannanna væri mikilvægari en úrslit inn á knattspyrnuvellinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.