Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:00 Chris Smalling og Tammy Abraham eru meðal fimm enskra leikmanna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Isabella Bonotto/Getty Images Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira