Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:00 Chris Smalling og Tammy Abraham eru meðal fimm enskra leikmanna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Isabella Bonotto/Getty Images Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira