Óvæntur áhugi á enskum leikmönnum: „Líkamlega sterkir og vanir að spila af mikilli ákefð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 09:00 Chris Smalling og Tammy Abraham eru meðal fimm enskra leikmanna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Isabella Bonotto/Getty Images Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira
Lið ítölsku úrvalsdeildarinnar hafa að undanförnu sótt enska leikmenn í meira magni en gengur og gerist. Sem stendur eru fimm enskir leikmenn á mála hjá ítölskum stórliðum, þar af þrír í Rómarborg. José Mourinho stillti upp þremur enskum leikmönnum í leik Roma og Juventus nýverið. Hefur það aldrei gerst áður í sögu félagsins. Fara þarf aftur til upphafs 20. aldar til að finna ítalskt lið sem stillti upp þremur enskum leikmönnum í byrjunarliði sínu. Three English players in our team for the first time ever!#ASRoma #RomaJuve pic.twitter.com/Ez27weZ4IA— AS Roma English (@ASRomaEN) January 9, 2022 Alls eru fimm enskir leikmenn í Serie A í dag. Chris Smalling, Tammy Abraham og Ainsley Maitland-Niles eru allir í Roma. Fikayo Tomori er hjá AC Milan og Axel Tuanzebe gekk nýverið til liðs við Napoli á láni. Athygli vekur að þrír af þessum fimm leika í stöðu miðvarðar en Ítalía hefur verið þekkt fyrir að framleiða frábæra varnarmenn í gegnum árin. „Ég held það séu nokkur atriði sem útskýra þennan endurnýjaða áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Við erum til dæmis að sjá í fyrsta skiptið í langan tíma stór nöfn í þjálfaraheiminum koma til Ítalíu eftir að hafa þjálfað á Englandi og þeir taka með sér enska leikmenn,“ sagði Björn Már Ólafsson í stuttu spjalli við Vísi um þennan óvænta áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum. Björn Már gerði sér ferð til Ítalíu nýverið til að sjá sína menn.Einkasafn Lögfræðingurinn Björn Már er einnig sannkallaður sérfræðingur þegar kemur að ítalska boltanum og heldur meðal annars út hlaðvarpi sem fjallar eingöngu um knattspyrnu þar í landi. „Antonio Conte og José Mourinho eru dæmi þar um. Conte sótti Ashley Young til Internzionale og Mourinho hefur sótt Tammy og Maitland-Niles til Roma þar sem þeir hitta fyrir Smalling.“ „Á síðustu áratugum hafa ítölsk lið ekki haft bolmagn til þess að sækja þjálfara aftur „heim“ til Ítalíu eftir að þeir eru farnir að þjálfa á Englandi.“ „Ef við skoðum týpurnar sem ítölsku liðin hafa verið að sækja, þá eru þetta aðallega líkamlega sterkir leikmenn sem eru vanir að spila af mikilli ákefð en eru kannski ekki með sérstaklega góða tækni.“ „Þetta er klárlega til að vega á móti ítölskum leikmönnum sem margir hverjir eru vel skólaðir tæknilega en skortir marga hraðann og ákefðina sem nútímafótbolti krefst. Smalling, Abraham og Tomori eru ekki knattspyrnumenn með framúrskarandi tækni en eru klókir leikmenn sem spila á styrkleikum sínum.“ Tomori nýtur sín vel í Mílanó.EPA-EFE/MATTEO BAZZI „Að lokum held ég að ef ítölsk lið ætla að sækja leikmenn með reynslu úr Meistaradeild Evrópu, þá þurfi þau að horfa til Englands. Það er af þeirri einföldu ástæðu að ítölsk lið hafa ekki haft góðu gengi að fagna þar undanfarin ár, öfugt við ensku liðin.“ „Smalling er dæmi um þannig leikmann sem kom með ómetanlega Meistaradeildarreynslu til Roma, reynslu sem fáir ítalskir varnarmenn hafa,“ sagði Björn Már að lokum um þennan nýfundna áhuga ítalskra liða á enskum leikmönnum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Sjá meira