Innlent

Skúli vill þriðja sætið

Atli Ísleifsson skrifar
Skúli Þór Helgason hefur verið formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu átta ár og er núsömuleiðis formaður stjórnar Faxaflóahafna.
Skúli Þór Helgason hefur verið formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu átta ár og er núsömuleiðis formaður stjórnar Faxaflóahafna. Aðsend

Skúli Þór Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir þriðja sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Skúli skipaði þriðja sætið á lista flokksins fyrir fjórum árum.

Skúli greinir frá ákvörðun sinni í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Hann hefur verið formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur síðustu átta ár og er nú formaður stjórnar Faxaflóahafna.

„Nú eru borgarstjórnarkosningar framundan og við í Samfylkingunni munum brátt velja forystusveit okkar jafnaðarmanna sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur leitt farsællega undanfarin ár. Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til endurkjörs og óska eftir stuðningi til að skipa áfram 3. sætið á listanum.

Ég legg fram reynslu mína, þekkingu og brennandi áhuga á menntun og velferð barna og ungmenna að ógleymdum grænum áherslum í skipulagi, atvinnumálum og samgöngum.

Jöfn tækifæri og jafnrétti til náms hafa verið rauður þráður í öllum mínum störfum í stjórnmálum – alveg frá því að ég tók fyrstu slagina í Röskvu, seinna sem formaður menntamálanefndar Alþingis og nú síðustu átta árin sem formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur,“ er haft eftir Skúla í tilkynningunni.

Skúli segist vilja taka virkan þátt í baráttu Samfylkingarinnar fyrir endurnýjuðu meirihlutasamstarfi í borginni undir forystu jafnaðarmanna.

Flokksval Samfylkingarinnar í Reykjavík fer fram dagana 12. til 13. febrúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Dagur áfram í pólitíkinni

Dagur B. Eggertsson hyggst halda áfram í pólitík og gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann greindi frá þessu í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 rétt í þessu.

Stefnir í litla endur­nýjun í for­ystu flokkanna í borginni

Það verður mikið um kunnugleg andlit í baráttunni um borgina þegar kosið verður til sveitarstjórna eftir 125 daga. Dagur B. Eggertsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði að taka slaginn - og láta reyna á þriðja kjörtímabilið sem borgarstjóri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×