Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum í Kasakstan.AP
Rússnesku hersveitirnar sem aðstoðuðu stjórnvöld í Kasakstan að bæla niður mótmælaöldu þar í landi í síðustu viku, munu yfirgefa landið á ný á næstu dögum.
Kassym-Jomart Tokajev, forseti Kasakstans, greindi þingi landsins frá þessu fyrr í dag.
Forsetinn segir að hersveitirnar muni hefja brottför sína eftir tvo daga og munu alveg hafa yfirgefið Kasakstan eftir tólf daga, að því er segir í frétt Reuters.
Hersveitirnar, sem eru á vegum öryggisbandalagsins CSTO, komu til Kasakstans eftir að stjórnvöld þar í landi óskuðu eftir aðstoð vegna umfangsmikilla mótmæla víða um land sem hófust vegna hækkandi eldsneytisverðs.
Um 10 þúsund manns voru handteknir í mótmælunum og létust 164 manns í átökum lögreglu og mótmælenda. Kveikt var í nokkrum fjölda opinberra bygginga í mótmælunum.
Barn frá Kastakstan er talið vera í bráðri hættu í heimalandi sínu á meðan foreldrar þess bíða upp á von og óvon á Íslandi eftir ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Barnið er hjá frænku sinni á meðan sýslumaðurinn neitar að flýta meðferð málsins. Enginn veit hvernig eldfimt ástandið þróast í Kasakstan á næstu dögum.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa.
Rússneskar hersveitir eru mættar til Kasakstans að beiðni forseta Kasakstans eftir að til mikilla átaka kom milli lögreglu og mótmælenda. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev sagði í morgun að röð og reglu hefði aftur verið komið á í landinu.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.