Erlent

Pútín hampar sigri í Kasakstan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir hersveitir sínar hafa komið í veg fyrir valdarán hryðjuverkamanna í Kasakstan. 
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir hersveitir sínar hafa komið í veg fyrir valdarán hryðjuverkamanna í Kasakstan.  AP/Alexander Zemlianichenko

Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sigri í morgun eftir að rússneska hernum tókst að berja niður mikil mótmæli í Kasakstan. Hann segir uppreisnarseggina njóta stuðnings erlendra hryðjuverkahópa.

Miklar óeirðir hafa verið í Kasakstan undanfarna daga vegna hækkandi eldsneytisverðs og lýsti forsetinn yfir neyðarástandi um helgina vegna mótmælanna. Rússneskar hersveitir mættu til landsins að beiðni kasakska forsetans á föstudag. 

Samkvæmt frétt Reuters var mikil ró yfir stærstu borg landsins, Almaty, í morgun eftir vikulangar óeirðir. Óeirðirnar eru sagðar þær mestu á þeim þrjátíu árum sem ríkið hefur verið sjálfstætt. Götusóparar voru að hreinsa stræti borgarinnar í morgun, sem enn eru full af brunnum bílum og öðru rusli. 

Þá hafa flestar búðir opnað aftur, almenningssamgöngur eru farnar að ganga að nýju og internetið hefur verið opnað aftur, í fyrsta sinn síðan á miðvikudag. 

Pútín sagði á rafrænum fundi CSTO sambandsins, hernaðarsambandi fyrrverandi Sovétríkja, að hersveitum hans hafi tekist að koma í veg fyrir valdarán. Hryðjuverkamennirnir hafi verið stöðvaðir en þeirra helsta markmið hafi verið að grafa undan friði og taka völd. 


Tengdar fréttir

Rússneskar hersveitir sendar til Kasakstan vegna mótmælanna

Rússneskar hersveitir verða sendar til Kasakstan til að aðstoða við að koma á frið í landinu. Forsetinn Kassym-Jomart Tokayev hefur óskað eftir hjálp frá CSTO, hernaðarbandalagi Rússlands og fimm fyrrum sovétríkja, til að takast á við mótmælaöldu sem nú gengur yfir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.