Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. janúar 2022 23:31 Tvö mörk voru dæmd af Aston Villa í kvöld en Steven Gerrard segist ekki ætla að kenna dómurunum um tapið. Martin Rickett/PA Images via Getty Images Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Leikurinn endaði með 1-0 sigri Manchester United eftir að tvö mörk voru dæmd af Aston Villa. Það síðara var nokkuð augljóslega rangstaða, en myndbandsdómarar, og svo síðar dómari leiksins, tóku sér góðan tíma í að skoða hvað gerðist í því fyrra. Fyrst var skoðað hvort að boltinn hafi haft viðkomu í Ollie Watkins á leið sinni til Danny Ings, en það hefði gert þann síðarnefnda rangstæðan. Þegar búið var að ganga úr skugga um að svo var ekki þurfti að athuga hvort að Jacob Ramsey hafi hindrað Edinson Cavani í leið sinni að boltanum. Ramsey stóð í rangstöðu og þegar búið vr að ákvarða að hann hafi haft áhrif á Cavani var markið að lokum dæmt af. Steven Gerrard var spurður út í atvikið eftir leik og hann byrjaði á því að spyrja til baka hversu langan tíma blaðamaðurinn hefði áður en hann svaraði spurningunni. „Hversu langan tíma höfum við?“ spurði Gerrar. „Dómararnir tóku sér þrjár og hálfa mínútu í að skoða þetta og þeir skoðuðu tvo eða þrjá hluti.“ Gerrard vildi þó ekki kenna dómurunum um tapið í kvöld. „Þegar VAR er á svæðinu og þeir taka ákvörðun með því þá verður þú bara að sætta þig við það. Það er ekkert sem þú getur gert til að breyta því. Það er auðvelt að kenna óheppni og dómurunum um, en við ælum ekki að gera það.“ Aston Villa tekur á móti United aftur um helgina og Gerrard segir að það sé gullið tækifæri til að koma til baka eftir þennan leik. „Það er pínu sérstakt að spila við sama liðið tvisvar á fimm eða sex dögum. Leikmennirnir hafa núna tækifæri til að snúa þessu við. Ég er viss um að mínir menn eru pirraðir. Þeir spiluðu vel og yfirspiluðu United stóran hluta leiksins en voru ekki verðlaunaðir fyrir frammistöðuna þannig að nú er tækifæri til að taka á móti þeim á Villa Park og snúa þessu við.“ „Ég er ekki vonsvikinn með frammistöðuna í kvöld. Ég er vonsvikinn með það að við höfum ekki nýtt færin okkar og fengið á okkur klaufalegt mark,“ sagði Gerrard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira