Frægur eftir að hafa hermt eftir markverði: „Varð miklu stærra en ég hélt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 10:01 Þorleifur Úlfarsson sýndi leikhæfileika sína þegar hann hermdi eftir markverði UCLA. vísir/vilhelm Þorleifur Úlfarsson vakti mikla athygli, jafnvel heimsathygli, fyrir rimmu sína við markvörð UCLA í bandaríska háskólaboltanum. Hann segir að atvikið hafi orðið miklu stærra en hann bjóst við. Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Eftir að Duke komst yfir í leik gegn UCLA ákvað Þorleifur að salta í sár markvarðar liðsins og gerði grín að tilraunum hans til að reyna að verja. Það mæltist ekki vel fyrir hjá markverðinum og samherja hans sem hrinti Þorleifi. Myndband af atvikinu fór eins og eldur um sinu um netheima og fékk mikið áhorf. Þorleifur fékk því miklu meiri athygli en hann gat ímyndað sér. His reaction when Duke took the lead in the NCAA Men's Soccer Tournament. pic.twitter.com/sOt7oAMXUz— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2021 „Þetta varð miklu stærra en ég hélt það yrði. Þetta varð alveg rugl stórt og kom mjög á óvart. Þetta varð miklu neikvæðara en maður hélt þannig maður reyndi bara að blokka þetta út og pæla ekkert í þessu,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Hann segir að markvörðurinn hafi verið með mikla stæla í leiknum og á endanum hafi hann fengið nóg. „Jájá, kannski aðeins meira en venjulega og þetta fór aðeins of mikið í taugarnar. En þetta er bara eins og gengur og gerist,“ sagði Þorleifur. Hann átti gott tímabil með Duke og skoraði fimmtán mörk fyrir Bládjöflana sem enduðu í 2. sæti í hinni sterku ACC-deild. Þorleifur var valinn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er í nýliðavali MLS-deildarinnar sem hefst klukkan 20:00 í kvöld og búist er við því að hann verði valinn með þeim fyrstu. Hann viðurkennir að atvikið með markvörð UCLA hafi undið heldur betur upp á sig. „Jújú, þegar maður sér að milljónir manns hafa horft á þetta er þetta orðið miklu stærra en maður hélt,“ sagði Þorleifur sem er uppalinn hjá Breiðabliki og lék einn leik með liðinu í Pepsi Max-deild karla síðasta sumar.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira