Myndavél á Þorleifi í MLS-nýliðavalinu í dag: „Vil fara eins hátt og hægt er“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2022 09:00 Þorleifur er ekki þjálasta nafnið fyrir útlendinga og því er hann kallaður Thor vestanhafs. vísir/vilhelm Dagurinn í dag er ansi stór fyrir Þorleif Úlfarsson, 21 árs Kópavogsbúa. Hann verður nefnilega í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum og þykir líklegur til að vera meðal þeirra fyrstu sem verða valdir. Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild. MLS Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Þorleifur átti stórgott tímabil með fótboltaliði Duke háskólans í Norður-Karólínu. Hann skoraði fimmtán mörk í hinni sterku ACC deild og var valinn besti sóknarmaður hennar. Þess má geta að Jack Harrison, leikmaður Leeds United, fékk þessi sömu verðlaun 2015. Þá var Þorleifur valinn í úrvalslið ársins hjá þjálfurum í háskólaboltanum. Congratulations Thor Ulfarsson #GoDuke pic.twitter.com/ugM9uo5gOY— Duke Men's Soccer (@DukeMSOC) November 10, 2021 Góð frammistaða Þorleifs með Duke skilaði honum svokölluðum GA (Generation adidas) samningi sem bestu leikmenn í hverju nýliðavali fá. Í ár fengu átta leikmenn GA samning en alls eru 176 leikmenn í nýliðavalinu. „Þetta er samstarf MLS og adidas. Fyrir þetta gastu ekki farið í nýliðavalið án þess að vera búinn með öll fjögur árin í háskólanum. Þetta leyfir mjög fáum leikmönnum sem eru taldir vera tilbúnir að fara í nýliðavalið að fara þangað,“ sagði Þorleifur í samtali við Vísi. Að hans sögn hafa langflestir leikmenn sem hafa skrifað undir GA samning verið meðal tíu efstu í nýliðavalinu. Inter Miami, félagið sem David Beckham á, er með níunda valrétt í nýliðavali MLS.getty/Michael Reaves Þorleifur er fyrsti Íslendingurinn sem fær svona samning og aðeins einn annar Íslendingur hefur farið í nýliðavalið. Árið 2009 valdi Chicago Fire Jökul Elísabetarson með 52. valrétti. Hann spilaði hins vegar aldrei með liðinu. Nýliðavalið fer fram í dag og hefst klukkan 20:00 að íslenskum tíma. Þar velja liðin 28 í MLS sér leikmenn fyrir næsta tímabil sem hefst í lok febrúar. Nýjasta lið deildarinnar, Charlotte, velur fyrst en meistarar New York City síðastir. Röð efstu tíu liða í nýliðavalinu má sjá hér fyrir neðan. Alla röðina má nálgast með því að smella hér. Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids Þorleifur vonast að sjálfsögðu eftir því að vera valinn sem fyrst í nýliðavalinu. „Ég vil fara eins hátt og hægt er en aðalatriðið er að fara í lið þar sem á mesta möguleika á að fá að spila og passar best fyrir mig,“ sagði Þorleifur sem gerir sér vonir um að vera meðal tíu efstu í nýliðavalinu. En á hann sér eitthvað óskalið? „Nei, ég ætla að halda öllum möguleikum opnum eins og er. En það væri betra að fara eitthvert þar sem er heitt en það er ekkert úrslitaatriði,“ svaraði Þorleifur. Aðspurður sagðist hann vita af áhuga nokkurra liða. „Já, en það er ekkert sem ég vil opinbera, því miður.“ Var mjög heppinn Nýliðaval í bandarískum íþróttadeildum er stór viðburður eins og aðdáendur NBA þekkja mætavel. Það er einnig þannig í MLS. Vegna kórónuveirunnar verða þeir sem koma til greina í nýliðavalinu ekki á sama stað og viðburðurinn smærri í sniðum en venjulega. „Þú mátt velja hvar þú ert. Ég verð úti með liðinu og það verður sýnt beint frá því þegar ég verð valinn,“ sagði Þorleifur. Þorleifur í Pandagang bol sem vinur og hans og jafnaldri, Brynjólfur Andersen Willumsson, hannaði.vísir/vilhelm Hann var aðeins eitt ár í Duke en nýtti það afar vel og skapaði sér nafn vestanhafs. „Ég kom í janúar. Venjulega er tímabilið aðeins á haustin en vegna faraldursins var vortímabil þannig ég fékk tvö tímabil og var mjög heppinn,“ sagði Þorleifur. Einn erfiðasti skóli heims til að inn í Enginn hægðarleikur er að komast inn í Duke sem er einn þekktasti háskóli Bandaríkjanna. „Alls ekki, þetta er klikkað dæmi. Ég held að aðeins um fjögur prósent þeirra sem sækja um komist inn. Þetta er einn erfiðasti skóli í heimi að komast inn í en fótboltinn hjálpaði til,“ sagði Þorleifur. Duke endaði í 2. sæti ACC deildarinnar sem þykir sú sterkasta í háskólaboltanum. „Getustigið er mjög hátt og það kom mér á óvart. Clemson, sem varð háskólameistari, myndi alveg standa sig vel í Pepsi Max-deildinni,“ sagði Þorleifur sem spilaði vel og skoraði grimmt með Duke í fyrra. Hann segir að sér hafi gengið betur en hann gerði ráð fyrir. „Já, þetta gekk fáránlega vel í haust og það var frábært að vera hluti af þessu liði og skora öll þessi mörk. Það var frábært að finna að maður getur þetta,“ sagði Þorleifur. Fjöldi atvinnumanna úr sama árganginum Hann er Bliki og hluti af gríðarsterkum 2000-árgangi í Breiðabliki. Fimm úr þeim árgangi eru nú í atvinnumennsku: Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurður Gunnarsson, Kolbeinn Þórðarson, Ágúst Eðvald Hlynsson og Brynjólfur Andersen Willumsson. Og ef allt gengur eftir verður Þorleifur sá sjötti. „Við erum ansi margir. Ætli þetta sé ekki besti árgangur Breiðabliks. Þetta er feykilega öflugur hópur,“ sagði Þorleifur léttur. Hann lék einn leik með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar og átta leiki með Víkingi Ó. og skoraði tvö mörk. Þá hefur hann leikið með Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, í 3. deild.
Charlotte Cincinatti Dallas Houston Dynamo Austin Dallas Chicago Fire San Jose Earthquakes Inter Miami Colorado Rapids
MLS Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira