Gerrard gæti endurnýjað kynnin við gamlan liðsfélaga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. janúar 2022 17:31 Steven Gerrard og Philippe Coutinho léku saman með Liverpool í tvö og hálft ár á sínum tíma. John Powell/Liverpool FC via Getty Images Framtíð brasilíska knattspyrnumannsins Philippe Coutinho hjá Barcelona hefur verið í umræðunni síðustu daga og leikmaðurinn hefur verið orðaður við ýmis félög á Englandi. Þar á meðal er Aston Villa, en Coutinho lék með stjóra liðsins, Steven Gerrard, hjá Liverpool á sínum tíma. Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Meðal liða sem Coutinho hefur verið orðaður við eru Lundúnaliðin Arsenal og Tottenham, en nú berast fregnir af því að Aston Villa gæti blandað sér í baráttuna. Coutinho og Gerrard léku saman hjá Liverpool frá 2013 til 2015 og voru hársbreidd frá því að vinna ensku úrvalsdeildina saman árið 2014. Aston Villa are in direct contact with Philippe Coutinho agent to negotiate potential loan move, as first reported by @tjcope @helenacondis. It’s not a done deal/agreed yet. 🇧🇷 #AVFCCoutinho has been discussed with 3 Premier League clubs. He’s open and prepared to leave Barça.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2022 Gerrard vill þó ekki gefa neitt upp um það hvort að eitthvað sé til í þessum sögusögnum, en segir þó að Coutinho sé einstakur fótboltamaður. „Hann er leikmaður sem ég ber gríðarlega virðingu fyrir, en ég vil ekki ýta undir þessa orðróma þar sem hann er í eigu Barcelona,“ sagði Gerrard á blaðamannafundi í gær. „Ég held að maður fái ekki viðurnefnið „Töframaðurinn“ (e. The Magician) án þess að vera einstakur fótboltamaður.“ „Ég hef ekkert nema jákvæða hluti að segja um leikmanninn. Hann er vinur minn þannig að ef að ég fæ spurningar um hann þá get ég talað um hann eins lengi og þið viljið. En ef að þið eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér þá eigum við langan dag framundan,“ sagði Gerrard að lokum léttur í bragði. 🗣 "If you're looking to catch me out, you're in for a long afternoon." 😅Steven Gerrard not giving anything away as he's peppered with questions about Philippe Coutinho to Aston Villa 👀 pic.twitter.com/9V4P4otJzw— Football Daily (@footballdaily) January 6, 2022 Coutinho gekk til liðs við Liverpool í janúar árið 2013 frá ítalska liðinu Inter og lék þá með Gerrard í tvö og hálft ár áður en sá síðarnefndi hélt til LA Galaxy árið 2015. Brasilíumaðurinn spilaði með Liverpool til ársins 2018, en þá var hann keyptur til Barcelona á 142 milljónir punda. Hann hefur þó ekki staðið undir væntingum og er sagður vera að leita sér að nýrri áskorun. Þrátt fyrir að hafa ekki staðið undir væntingum hefur Coutinho tekist að vinna spnsku deildina í tvígang með Barcelona, sem og spænska bikarinn Copa del Rey.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira