Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 6. janúar 2022 12:43 Frystihúsið Vísir í Grindavík hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sjósins sem flætt hefur inn í frystihúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. „Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Grindavík Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira
„Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm
Grindavík Veður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Sjá meira