Stórtjón hjá Vísi í Grindavík eftir sjóganginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 6. janúar 2022 12:43 Frystihúsið Vísir í Grindavík hefur orðið fyrir stórtjóni vegna sjósins sem flætt hefur inn í frystihúsið í morgun. Vísir/Vilhelm Sjór hefur gengið á land í Grindavík frá því snemma í morgun en háflóð er á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu við að dæla því vatni sem borist hefur á land aftur á sinn stað en frystihús Vísis varð straumlaust og starfsemi liggur niðri vegna vatns sem flæðir um ganga þess. „Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm Grindavík Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
„Það er aldrei skemmtilegt að lenda í tjóni en menn verða bara að taka á því og vinna úr því,“ sagði Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það komu gusur hérna inn en þetta er búið að vera óeðlilega lengi að renna frá og mér finnst kannski umfangið meira en þetta er allt í skoðun og við erum eins og þið sjáið í björgunaraðgerðum. Fyrst og fremst er sýnilegt að tjón hefur orðið á einhverjum afurðum og hráefni. Búnaðurinn sjálfur er ekki í mikilli hættu en svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með húsið og annað,“ segir Pétur. Mikið óveður var á Suður- og Vesturlandi í nótt og beið björgunarsveitin þess að flóðið skylli á í kjölfarið. Allir meðlimir björgunarsveitarinnar Þorbjörns voru klæddir í flóðgalla og staddir niðri á höfn fyrir hádegi til að takast á við krefjandi verkefni sem þar biðu þeirra. Tjónið að sögn Péturs er mjög mikið þó að fólki kunni að finnast að ekki mikið hafi skemmst. „Eitt bretti er nú bara milljón þannig að þetta er mjög stórt tjón þó þetta sé lítið af afurðum“ Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að sjórinn hafi verið um hálfs metra djúpur á hafnarsvæðinu fyrir hádegi. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir vatnsmagnið svo mikið í flóðinu að það taki langan tíma að dæla. Hann hafi ekki gert ráð fyrir að ástandið yrði svo slæmt. „Það var búið að bregðast við með ýmsu móti en vatnið við fiskvinnsluna liggur hærra en við áttum von á,“ segir Fannar. Átökin séu þó ekki búin þar sem önnur holskefla ríði yfir bæinn í kvöld. „Slökkviliðið og björgunarsveitirnar eru að vinna á fullu við að reyna að koma vatninu í burtu og dælurnar sem að fyrir voru virka nú ennþá hjá okkur en þetta er svo mikið vatnsmagn sem kom hérna að það er tímafrekt að tæma þetta.“ Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík segir aðgerðir hafa gengið ágætlega fram eftir morgni. „Eina er að niðurföllin hafa ekki undan þannig að við þurfum að dæla öllu af planinu. Eins og þið sjáið er þetta gífurlegt magn og við erum að dæla sjö eða átta þúsund lítrum á mínútu. En þetta minnkar,“ segir Einar. Fyrirséð er að sjór haldi áfram að ganga á land en slökkviliðið er að vinna í því að tæma planið til þess að verja húsin við höfnina eins og hægt er svo ekki flæði inn í frystihúsið aftur. Vísir/VilhelmBjörgunarsveitin Þorbjörn er stödd á hafnarsvæði Grindavíkur.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarmenn eru klæddir í flóðgalla vegna ástandsins á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/VilhelmFrystihús Vísis í Grindavík er óstarfhæft vegna flóðsins.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn frystihúss Vísis reyna að halda fótunum þurrum.Vísir/VilhelmNóg er að gera hjá björgunarsveitinni Þorbirni.Vísir/VilhelmVerið er að reyna að dæla sjó úr frystihúsinu, þó það kunni að reynast erfiðlega.Vísir/VilhelmVísir/VilhelmStarfsmenn Vísis í Grindavík að störfum.Vísir/VilhelmNóg er að gera á hafnarsvæðinu í Grindavík.Vísir/Vilhelm
Grindavík Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent