Fótbolti

Eitrað fyrir fótboltamanni sem lést í jólafríinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oussou Konan lék meðal annars með svissneska félaginu FC Sion á sínum tíma.
Oussou Konan lék meðal annars með svissneska félaginu FC Sion á sínum tíma. Twitter/@FCSion

Oussou Konan varð finnskur meistari með knattspyrnuliðinu HJK Helsinki árið 2014 en er nú látinn aðeins 32 ára gamall.

Fílabeinsstrendingurinn lést í heimalandi sínu á mánudaginn og var í fyrstu talið vegna veikinda. Annað er að koma í ljós samkvæmt frétt í finnska blaðinu Ilta-Sanomat.

Nú er grunur um að frændi hans hafi eitrað fyrir honum þegar fjölskyldan kom saman um jólin.

Oussou Konan lést eftir að hafa drukkið vínglas sem hann fékk frá frænda sínum.

Það er þó ekki komið fram hverjar séu ástæðurnar fyrir því að frændinn vildi eitra fyrir honum.

Oussou var fæddur árið 1989 og var 181 sentimetra framherji.

Konan varð tvöfaldur meistari með HJK Helsinki árið 2014 en hann var með 4 mörk í 17 leikjum í deildinni.

„Hræðilegar fréttir. Hvíldu í friði,“ skrifaði Aki Riihialahti, framkvæmdastjóri HJK Helsinki, á Twitter.

Konan hefur síðan spilað með mörgum félögum í mörgum löndum þar á meðal með egypska stórliðinu Al-Ahly. Hann spilaði síðast í Evrópu með svissneska liðinu Stade Lausanne 2019-20 tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×