Erlent

Bólu­settir ferða­menn ekki í sýna­töku fyrir flug

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Boris Johnson fjallar um stöðu í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi í gær.
Boris Johnson fjallar um stöðu í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi í gær. Getty Images

Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins.  Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi.

Breytingarnar taka gildi á föstudaginn í þessari viku en núgildandi fyrirkomulag hefur hlotið mikla gagnrýni fyrirtækja í ferðaþjónustu. Hertar takmarkanir tóku gildi í Bretlandi í desember vegna hraðrar útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins. 

Hingað til hafa börn eldri en tólf ára þurft að framvísa neikvæðu Covid-prófi við komuna til landsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, var sammála hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu og sagði að skilyrði um neikvætt Covid-próf fyrir brottför gæti leitt til þess að fólk vildi síður ferðast til landsins. 

Þá er einnig í kortunum hjá Bretum að draga úr skimun einkennalausra með Covid en forsætisráðherrann vonar að yfirstandandi bylgju fari að slota. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.