Erlent

Derulo réðst á menn sem héldu hann vera Usher

Samúel Karl Ólason skrifar
Jason Derulo hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum.
Jason Derulo hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. AP/Axel Schmidt

Tónlistarmaðurinn Jason Derulo réðst á menn í Las Vegas aðfaranótt þriðjudags eftir að mennirnir virtust ruglast á honum og tónlistarmanninum Usher. Atvikið átti sér stað á hóteli og réðst Derulo að mönnunum eftir að einn þeirra kallaði: „Hei Usher, farðu í rassgat“.

Samkvæmt frétt TMZ gerðist það þegar Derulo mætti mönnunum í rúllustiga á ARIA-hótelinu.

Tónlistarmaðurinn er sagður hafa slegið manninn í gólfið og seinna réðst hann á annan mann sem kallaði hann einnig Usher. Hluti átakanna náðist á myndband.

Sky News hefur eftir lögreglunni í Las Vegas að Derulo hafi ekki verið handtekinn þó hann hafi verið handjárnaður og að mennirnir sem hann slóst við ætli sér ekki að kæra. Tónlistarmanninum var þó gert að yfirgefa hótelið.

Mennirnir sem hann réðst á hlutu sár á andliti en þurftu ekki á sjúkrahús.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×