Svava Rós orðuð við AC Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. janúar 2022 20:30 Svava Rós Guðmundsdóttir á ferðinni í landsleik gegn Tékklandi þar sem hún skoraði þriðja mark Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttur er orðuð við ítalska knattspyrnufélagið AC Milan. Yrðu þá tvær íslenskar landsliðskonur á mála hjá félaginu en varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir er nú þegar í Mílanó. Á vefnum TuttoMercato var bent á að AC Milan sé í leit að framherja til að fylla skarð stjörnuframherja liðsins, Valentinu Giacinti. Sú lenti upp á kant við þjálfara liðsins og er á leið frá félaginu. Það var Björn Már Ólafsson, lögfræðingur og fyrrum blaðamaður ásamt því að vera mikill áhugamaður um ítalska knattspyrnu, sem vakti athygli á mögulegum félagaskiptum Svövu Rósar á Twitter-síðu sinni. Svava Rós (og Kosovare Asllani) orðaðar við AC Milan. Stjörnustriker Milan, Valentina Giacinti, lenti upp á kant við þjálfarann Ganz og er á leið burt https://t.co/IYr8SUPYLh— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) January 4, 2022 Í frétt TuttoMercato segir að AC Milan sé í leit að sóknarþenkjandi leikmanni með landsliðsreynslu. Svava Rós fellur undir þá skilgreiningu en hún á að baki 30 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hin 26 ára gamla Svava Rós leikur í dag með Bordeaux í Frakklandien var áður á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og Røa í Noregi. Áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2018 hafði hún leikið með bæði Val og Breiðabliki hér á landi. AC Milan er sem stendur í 5. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 22 stig eftir 11 leiki. Juventus trónir á toppnum með fullt hús stiga. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Á vefnum TuttoMercato var bent á að AC Milan sé í leit að framherja til að fylla skarð stjörnuframherja liðsins, Valentinu Giacinti. Sú lenti upp á kant við þjálfara liðsins og er á leið frá félaginu. Það var Björn Már Ólafsson, lögfræðingur og fyrrum blaðamaður ásamt því að vera mikill áhugamaður um ítalska knattspyrnu, sem vakti athygli á mögulegum félagaskiptum Svövu Rósar á Twitter-síðu sinni. Svava Rós (og Kosovare Asllani) orðaðar við AC Milan. Stjörnustriker Milan, Valentina Giacinti, lenti upp á kant við þjálfarann Ganz og er á leið burt https://t.co/IYr8SUPYLh— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) January 4, 2022 Í frétt TuttoMercato segir að AC Milan sé í leit að sóknarþenkjandi leikmanni með landsliðsreynslu. Svava Rós fellur undir þá skilgreiningu en hún á að baki 30 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hin 26 ára gamla Svava Rós leikur í dag með Bordeaux í Frakklandien var áður á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð og Røa í Noregi. Áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2018 hafði hún leikið með bæði Val og Breiðabliki hér á landi. AC Milan er sem stendur í 5. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, með 22 stig eftir 11 leiki. Juventus trónir á toppnum með fullt hús stiga.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira