Hagskælingar fluttir í Ármúla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2022 13:07 Ætla má að mikið líf verði í Ármúla í vor þegar níundu bekkingar í Hagaskóla verða þar á vappi. Vísir/Vilhelm Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar. Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla, sendi foreldrum Hagskælinga tölvupóst í gær þar sem farið var yfir stöðuna. Þar kemur fram að skólastarf verði enn á þremur stöðum, í Hagaskóla, í Ármúla 30 og á Hótel Sögu. Frá því að grunur kom upp um myglu í skólanum hefur hluti nemenda fengið að vera á Hótel Sögu, sem er hinu megin við götuna frá Hagaskóla. Háskóli Íslands og Félagsstofnun Stúdenta keyptu nýlega Bændahöllina og rektor hefur tilkynnt að Hagskælingar fái áfram að nota húsnæði Hótels Sögu. Áttundi bekkur verður því áfram í bændahöllinni, það sem eftir er veturs, níundi bekkur verður sendur í Ármúlann á rútum en krakkar í tíunda bekk verða áfram í Hagaskóla. Svo virðist þó af tölvupóstinum frá Ingibjörgu að húsnæðisvandræði í sambland við sóttvarnaaðgerðir hafi gert skólastjórnendum erfitt fyrir að hefja skólastarf á tilætluðum tíma. Krakkarnir byrja því annað hvort á morgun, fimmtudag eða föstudag aftur í skólanum. Tíundi bekkur verður eins og áður segir í Hagaskóla og fær að mæta aftur eftir jólafrí á morgun. Krakkarnir fá ins vegar aðeins að vera í skólanum frá 8:30 til 12 út þessa viku. Frá og með 10. janúar er þó gert ráð fyrir fullri kennslu. Hagskælingar verða hér til húsa í vetur, í Ármúla 30.Já.is Níundi bekkur verður eins og áður segir í Ármúla þessa önnina og hefst kennsla nú á föstudag. Krakkarnir fá ekki að mæta fyrr en þá þar sem verið er að sótthreinsa húsgögn frá Hagaskóla til að flytja í nýjar vistarverur krakkanna. Þá verður kennsla á föstudag aðeins á milli klukkan 8:30 og 12 en hefst að fullu næsta mánudag. Áttundi bekkur verður áfram á Hótel Sögu og verður þar útbúið rými fyrir list- og verkkennslu. Árgangnum verður þessa vikuna skipt í tvennt. Bekkirnir AK, EÁ, JS og SMV fá að mæta á fimmtudag í skólann, milli 8:30 og 12 en EHH, HÁ, HG og VGS fá að mæta á föstudag. Sannarlegt púsluspil. Full kennsla hefst að nýju hjá þeim, eins og öðrum, 10. janúar.
Grunnskólar Mygla Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11 Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Níundi bekkur Hagaskóla verður í Háskólabíói fram að jólum Skólastjóri Hagaskóla segir stöðuna í skólanum sérstaka um þessar mundir. Aðeins einn árgangur er eftir í húsnæði skólans þar sem mygla hefur fundist í álmum áttunda og níunda bekkjar. Þá er einnig mögulegt að mygla leynist í álmu tíunda bekkjar. Unnið er að endurbótum en ómögulegt er að segja hversu langan tíma það muni taka. 30. nóvember 2021 17:11
Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu. 30. nóvember 2021 07:01