Innlent

Engin kennsla í 9. bekk í Hagaskóla eftir myglufund

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kennsla 8. bekkjar hafði þegar verið flutt á Hótel Sögu vegna myglu.
Kennsla 8. bekkjar hafði þegar verið flutt á Hótel Sögu vegna myglu. Vísir/Vilhelm

Allir nemendur í 9. bekk í Hagaskóla verða heima í dag vegna þess að mygla hefur fundist í kennslurými hjá árganginum. Eftir að mygla fannst í álmu 8. bekkjar var ákveðið að færa kennslu þess árgangs yfir í tímabundið húsnæði á Hótel Sögu.

Nú er mygla fundin hjá 9. bekk einnig og í tilkynningu frá skólastjóra segir að eins og staðan sé nú sé ekki ljóst hvar kennsla í 9. bekk muni fara fram og því verði næstu dagar notaðir í að finna húsnæði og skipuleggja kennslu. 

Kennsla fellur því niður hjá 9. bekk í dag og munu nánari upplýsingar berast síðdegis. 

Þá kemur einnig fram að rakaskemmdir hafi fundist í álmunni sem 10. bekkingar nota og er það mál í frekari skoðun en verkfræðistofan Efla vinnur að frekari greiningu á niðurstöðum og endanlegri ástandsskýrslu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×