Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:46 Breytingin nær aðeins til Oregon. Getty Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira