Halda nöfnum gesta leyndum til að koma í veg fyrir mismunun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2022 08:46 Breytingin nær aðeins til Oregon. Getty Forsvarsmenn Airbnb hafa ákveðið að halda nöfnum gesta í Oregon í Bandaríkjunum leyndum þar til bókun þeirra hefur verið staðfest af gestgjafa. Þetta er gert til að tryggja að gestgjafar mismuni ekki gestum á grundvelli kynþáttar. Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Ákvörðun fyrirtækisins má rekja til dómsmáls sem þrjár svartar konur frá Portland höfðuðu gegn fyrirtækinu, þar sem þær sögðu birtingu nafna og mynda á síðunni opna á mismunun. Nafna og myndbirtingin bryti í bága við ströng lög Oregon ríkis um gistiþjónustu, þar sem tekið væri sérstaklega á mismunun. Sátt náðist í málinu árið 2019 en Airbnb tilkynnti í vikunni að frá og með 31. janúar næstkomandi myndu gestgjafar í Oregon aðeins sjá upphafsstafi mögulegra gesta, þar til þeir væru búnir að samþykkja bókun þeirra. Verklagsreglurnar nýju munu gilda í að minnsta kosti tvö ár. Fyrirtækið hefur margsinnis verið sakað um að standa ekki nógu vel að málum og leyfa mismunun að grassera. Margir svartir notendur hafa greint frá því að hafa ekki getað bókað gistingu þar til þeir breyttu notendanafninu sínu eða skiptu um mynd. Gagnrýnendur segja stefnubreytinguna góða byrjun en Johnny Mathias, framkvæmdastjóri baráttusamtakanna Color of Change, bendir á að svo heppilega hafi viljað til að lögin í Oregon hafi tekið afgerandi á mismunun. Koma muni í ljós hvaða áhrif breytingin muni hafa en það sé afar mikilvægt að „mæla“ mismunun til að geta tekið á henni. Þar ættu öll tæknifyrirtæki að axla ábyrgð. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Mannréttindi Airbnb Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira