Íhuga að breyta reglum um einangrun nokkrum dögum eftir styttingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 23:50 Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Sóttvarnayfirvöld í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta reglum um einangrun Covid-smitaðra, með því að setja neikvætt kórónuveirupróf sem skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka einangrun á fimm dögum. Einangrun í Bandaríkjunum var stytt úr tíu dögum í fimm í síðustu viku. Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Í sjónvarpsþættinum This Week á sjónvarpsstöðinni ABC sagði Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, að þetta væri nú til skoðunar. Hann sagði sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, meðvitaða um þá gagnrýni sem stytting einangrunar hefði fengið. „Þegar þetta er skoðað betur þá gæti það verið möguleiki að hafa próf inni í þessu. Ég held að við heyrum meira um þetta frá CDC á næstu dögum,“ sagði Fauci, og sagðist sjálfur telja að um gáfulega ráðstöfun væri að ræða. Einangrun hér á landi var stytt úr tíu dögum í sjö nú fyrir áramót, eftir að bandarísk yfirvöld tóku ákvörðun um að stytta einangrun vestan hafs. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri til skoðunar að svo stöddu að stytta einangrun meira. Það kynni þó að breytast ef nýjar upplýsingar bentu til þess að frekari stytting væri réttlætanleg. Þrátt fyrir að stytting einangrunar í Bandaríkjunum hafi reynst umdeild hefur Fauci varið ákvörðunina. „Á seinni hluta þessa tíu daga tímabils, sem alla jafna hefði verið tíu daga einangrun, eru líkurnar á smiti talsvert lægri. Þess vegna ákvað CDC að lítil áhætta væri fólgin í því að hleypa fólki fyrr úr einangrun,“ sagði Fauci í sjónvarpsþættinum State of the Union á CNN. Dr. Rochelle Walensky, sem fer fyrir CDC, hefur sagt að stofnunin hafi ekki viljað mæla með því að neikvætt próf væri skilyrði fyrir styttingu einangrunar, þar sem ekki lægi fyrir hvort antigen-hraðpróf gæfu vísbendingar um hversu smitandi Covid-sjúklingar eru, á meðan PCR-geta komið jákvæð út í marga mánuði eftir smit.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20 Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. 1. janúar 2022 21:20
Mæla með styttri einangrun fyrir smitaða sem sýna lítil eða engin einkenni Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur ákveðið að mæla með því að stytta einangrun fyrir þá sem greinast með kórónuveiruna en sýna lítil eða engin einkenni niður í fimm daga. Áður var reglan tíu dagar líkt og hér á landi. 28. desember 2021 07:17