Ekki til skoðunar að stytta einangrun meira í bili Vésteinn Örn Pétursson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 1. janúar 2022 21:20 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Landlæknis og almannavarna vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Íslensk sóttvarnayfirvöld ráðgera að svo stöddu ekki að stytta einangrunartíma Covid-smitaðra meira en gert var skömmu fyrir áramót. Þá var einangrunartími styttur úr tíu dögum í sjö. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kallaði eftir enn styttri einangrunartíma á dögunum. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu. „Þetta var skoðað í framhaldi þess að bandaríska sóttvarnarstofnunin breytti sínum leiðbeiningum og niðurstaðan var sú að fara niður með þetta í sjö daga, það munar þrem dögum og það er ansi mikið,“ segir Víðir. Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar að fara niður í fimm daga einangrun, líkt og Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) gerði. „En í þessu eins og öllu öðru, þegar að við fáum betri upplýsingar og erum með gögn sem að sýna fram á eitthvað, þá hefur aldrei staðið á yfirvöldum að breyta um stefnu og taka nýjustu þekkinguna inn í spilið.“ Víðir segir þá að í gegnum faraldurinn hafi það margsýnt sig að hlutirnir geti gerst hratt. Upplýsingar sem yfirvöld miðli til almennings geti gilt í stuttan tíma. „Og það sem við sögðum fyrir fimm sex vikum gildir ekki lengur og það er bara einkenni þessarar veiru, hún breytir sér og kemur okkur á óvart en á sama tíma er okkar færasta vísindafólk um allan heim að koma með nýjar lausnir og koma með nýja þekkingu sem hjálpar okkur að taka nýjar ákvarðanir.“ Kári kallar eftir fimm dögum Í fyrradag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að hann teldi skynsamlegast að stytta einangrun enn frekar en þegar hefur verið gert, niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. „Mér fyndist ekki vitlaust að stytta hana niður í svona fimm daga vegna þess að það sem við erum að gera með þessu er ósköp einfaldlega að minnka líkurnar á því að smitin breiðist út, en vegna þess hvað þau eru að breiðast mikið út núna, þá finnst mér aðeins of mikið í látið að halda fólki í einangrun í sjö til tíu daga,“ sagði Kári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19.Vísir/Vilhelm Hann sagði þá að faraldurinn virtist vera að fylgja lögmálum þróunarfræðinnar, þar sem margt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. „Það er að segja að sú tegund sem fjölgar sér hraðast, hún tekur yfir og þá er ekki pláss fyrir hinar. Þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að þessari farsótt - af þessari veiru - kemur til með að ljúka tiltölulega fljótlega.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 „Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu. „Þetta var skoðað í framhaldi þess að bandaríska sóttvarnarstofnunin breytti sínum leiðbeiningum og niðurstaðan var sú að fara niður með þetta í sjö daga, það munar þrem dögum og það er ansi mikið,“ segir Víðir. Hann bætir því við að ekki sé til skoðunar að fara niður í fimm daga einangrun, líkt og Bandaríska sóttvarnastofnunin (CDC) gerði. „En í þessu eins og öllu öðru, þegar að við fáum betri upplýsingar og erum með gögn sem að sýna fram á eitthvað, þá hefur aldrei staðið á yfirvöldum að breyta um stefnu og taka nýjustu þekkinguna inn í spilið.“ Víðir segir þá að í gegnum faraldurinn hafi það margsýnt sig að hlutirnir geti gerst hratt. Upplýsingar sem yfirvöld miðli til almennings geti gilt í stuttan tíma. „Og það sem við sögðum fyrir fimm sex vikum gildir ekki lengur og það er bara einkenni þessarar veiru, hún breytir sér og kemur okkur á óvart en á sama tíma er okkar færasta vísindafólk um allan heim að koma með nýjar lausnir og koma með nýja þekkingu sem hjálpar okkur að taka nýjar ákvarðanir.“ Kári kallar eftir fimm dögum Í fyrradag sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, að hann teldi skynsamlegast að stytta einangrun enn frekar en þegar hefur verið gert, niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. „Mér fyndist ekki vitlaust að stytta hana niður í svona fimm daga vegna þess að það sem við erum að gera með þessu er ósköp einfaldlega að minnka líkurnar á því að smitin breiðist út, en vegna þess hvað þau eru að breiðast mikið út núna, þá finnst mér aðeins of mikið í látið að halda fólki í einangrun í sjö til tíu daga,“ sagði Kári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19.Vísir/Vilhelm Hann sagði þá að faraldurinn virtist vera að fylgja lögmálum þróunarfræðinnar, þar sem margt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegum veikindum en fyrri afbrigði. „Það er að segja að sú tegund sem fjölgar sér hraðast, hún tekur yfir og þá er ekki pláss fyrir hinar. Þannig að ég held að við getum verið nokkuð viss um að þessari farsótt - af þessari veiru - kemur til með að ljúka tiltölulega fljótlega.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 „Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Kári vill fimm daga einangrun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur skynsamlegast að stytta einangrun Covid-smitaðra niður í fimm daga. Kórónuveiran hafi dreifst hratt um samfélagið og óráðlegt sé að halda fólki í einangrun í lengri tíma. Reglunum var breytt í dag en nú þurfa Covid-smitaðir aðeins að vera í sjö daga einangrun. 31. desember 2021 00:01
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. 1. janúar 2022 19:23
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01