Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:41 Kista Desmonds Tutu borin út úr dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg í dag. AP/Nic Bothma Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim. Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56
Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59