Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu fór framarlega í baráttunni fyrir frelsun Nelsons Mandela úr áratuga fangelsi og saman voru þeir virtustu baráttumenn heims fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. AP/Guy Tillim Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo. Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59