Erlent

Þúsundir flýja heimili sín vegna gróður­elda

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda í Colorado í Bandaríkjunum.
Þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda í Colorado í Bandaríkjunum. AP/David Zalubowski

Rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa flúið heimili sín í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda. Þurrt hefur verið í ríkinu í haust og í vetur og mikill vindur er á svæðinu. Eldurinn breiðist því hratt út en talið er að eldsupptök megi rekja til rafmagnsmastra, sem féllu um koll í ofsaveðrinu.

Gróðureldarnir hófust í vikunni og sex hafa slasast enn sem komið er. Óttast er að einhver hafi látist í eldinum en þegar hafa hundruðir húsa og hótela orðið eldinum að bráð. Verulega þéttbýlt er á svæðinu.

Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var fyrir utan stórmarkað í ríkinu.

Ofsaveður gerir slökkviliðsmönnum erfitt fyrir og ómögulegt er að koma flugvélum slökkviliðs á loft: „Þetta er ekki spurning um úrræði eða önnur hjálpartæki, eldurinn eru náttúruöflin í sinni hreinustu mynd,“ sagði Jared Polis, ríkisstjóri í Colorado, á blaðamannafundi í gær. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×