Fótbolti

Tíu smitaðir hjá Barcelona í jólafríinu

Sindri Sverrisson skrifar
Phillipe Coutinho er einn þeirra sem þurfa að vera í einangrun vegna kórónuveirusmits en er þó við góða heilsu samkvæmt tilkynningu Barcelona.
Phillipe Coutinho er einn þeirra sem þurfa að vera í einangrun vegna kórónuveirusmits en er þó við góða heilsu samkvæmt tilkynningu Barcelona. Getty/Pedro Salado

Tíu leikmenn Barcelona hafa greinst með kórónuveirusmit og fimm smit hafa greinst hjá Atlético Madrid, nú þegar keppni er að hefjast að nýju í spænsku 1. deildinni í fótbolta eftir stutt jólafrí.

Börsungar eiga útileik gegn Mallorca á sunnudagskvöld en í dag greindi félagið frá því að þrír leikmenn hefðu bæst í hóp smitaðra. Það eru þeir Sergino Dest, Philippe Coutinho og Ez Abde. Allir eru þó við góða heilsu samkvæmt tilkynningu Barcelona.

Sjö leikmenn til viðbótar eru í einangrun vegna smits en það eru þeir Ousmane Dembélé, Gavi, Dani Alves, Clément Lenglet, Jordi Alba, Samuel Umtiti og Alejandro Balde.

Atlético Madrid á að mæta Rayo Vallecano á sunnudaginn en stjórinn Diego Simeone er í einangrun vegna smits sem og fjórar af stjörnum liðsins. Það eru þeir Koke, Antoine Griezmann, Héctor Herrera og Joao Felix.

Bæði Barcelona og meistarar Atlético Madrid hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Barcelona er aðeins í 7. sæti með 28 stig, átján stigum á eftir toppliði Real Madrid, og Atlético er í 5. sæti með 29 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.