Innlent

Willum segir foreldra ráða

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldar hvort þeir láti bólusetja börn sín.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldar hvort þeir láti bólusetja börn sín. Vísir/Arnar

Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar.

Bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára gegn Covid-19 voru ræddar á opnun fjarfundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Drög hafa verið lögð að því hvernig staðið verður að bólusetningunni. Bólusett verður í skólum en til greina kemur að fella niður skólahald þann dag sem bólusett verður. Forsjáraðilar barna mega vænta þess að fá boð í bólusetningu strax í upphafi næsta árs.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að bólusetningin verði vel undirbúin

„Þetta er eins og með aðrar bólusetningar val. Það er rosalega mikilvægt að vanda vel til framkvæmdarinnar.

Sigurður Kári Árnason, yfirlögfræðingur heilbrigðisráðuneytisins, sagði á fundinum að sóttvarnayfirvöld þurfi lögum samkvæmt að veita öllum og þar með talið börnum bestu hugsanlegu heilbrigðisþjónustu sem völ væri á. Þar sem bóluefni væri til gegn sjúkdómnum sem ávinningur væri talinn af væri eðlilegt að bjóða upp á það.

„Ef við myndum ákveða að bjóða börnum í þessum aldurshópi ekki upp á bólusetningu þá er það líka pósitíf ákvörðun sem að við bærum þá ábyrgð á ef að það gerðist að börn færu að veikjast í þessum aldurshópi sem að við hefðum getað varið. Þannig að þetta er jafnvægi þarf alltaf að stíga.“


Tengdar fréttir

Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett

Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid.

Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins.

Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára

Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.