Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 20:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44