Þetta er í annað sinn sem Arteta greinist með veiruna. Hann greindist einnig með hana í mars í fyrra, skömmu áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni var hætt vegna faraldursins.
Arsenal hefur verið á góðu skriði að undanförnu og unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum.
Skytturnar eru í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig og verða þar þegar árið 2022 gengur í garð.