Fótbolti

Romeo orðinn ríkasta Beckham-barnið eftir að hafa gert risasamning við Puma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romeo Beckham er kominn á samning hjá Puma og rakar inn peningum.
Romeo Beckham er kominn á samning hjá Puma og rakar inn peningum. getty/Samir Hussein

Romeo Beckham, sonur Davids og Victoriu Beckham, hefur skrifað undir langtíma samning við íþróttavöruframleiðandann Puma.

Romeo, sem er nítján ára, spilar fyrir Fort Lauderdale, varalið Inter Miami, félagsins sem faðir hans á. Þrátt fyrir að hafa ekki enn spilað fyrir Inter Miami gerðu forsvarsmenn Puma risasamning við Romeo að verðmæti 1,2 milljóna punda.

David Beckham hefur verið á samningi hjá Adidas, erkifjendum Puma, í rúm tuttugu ár og er eitt helsta andlit fyrirtækisins.

Romeo er nú orðinn ríkasta Beckham-barnið en hann hefur tekið fram úr eldri bróður sínum, Brooklyn. Hagur Romeos á væntanlega eftir að vænkast enn frekar á næstunni en talið er að tískufyrirtækið Yves Saint Laurent hafi áhuga á að gera samning við hann.

Romeo lék sinn fyrsta leik fyrir Fort Lauderdale í haust. Þar leikur hann meðal annars með syni Phils Neville, Harvey. Phil Neville er þjálfari Inter Miami og góðvinur Davids Beckham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×