Erlent

Fyrr­verandi for­seti öldunga­deildar Banda­ríkja­þings látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Harry Reid var forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings á árunum 2007 til 2015.
Harry Reid var forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings á árunum 2007 til 2015. Getty

Harry Reid, fyrrverandi forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, er látinn, 82 ára að aldri. Reid var þingmaður Demókrata í öldungadeildinni fyrir Nevada á árunum 1987 til 2017 og var jafnframt forseti öldungadeildarinnar frá 2007 til 2015.

Reid lést af völdum krabbameins í brisi að því er fram kemur í tilkynningu frá eiginkonu Reids.

Reid var kjörinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Nevada árið 1983 en var svo kjörinn í öldungadeildina fjórum árum síðar. Hann var forseti öldungadeildarinnar bæði í forsetatíð George W. Bush og Barack Obama.

Hann tilkynnti árið 2016 að hann ætlaði sér að segja skilið við stjórnmálin eftir að hafa orðið blindur á öðru auga eftir slys.

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, minnist Reid og segir að milljónir Bandaríkjamanna hafi það betra vegna þeirra lagabreytinga sem Reid átti þátt í að ná fram. Segir hann Reid hafa verið harðan og glúrinn samningamann sem hafi ekki verið hræddur að taka óvinsælar ákvarðanir, ef þær hafi falið í sér að gera eitthvað sem væri rétt fyrir bandarísku þjóðina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.