Enski boltinn

Leik Arsenal og Wol­ves frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adama Traore og félagar mæta ekki Arsenal þann 28. desember næstkomandi þar sem leiknum hefur verið frestað.
Adama Traore og félagar mæta ekki Arsenal þann 28. desember næstkomandi þar sem leiknum hefur verið frestað. Wolverhampton Wanderers FC/Getty Images

Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna.

Um er að ræða annan leikinn í röð sem er frestað hjá Úlfunum. Í dag hefði liðið átt að mæta Watford en vegna fjölda smita þar þá hafa forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar samþykkt að fresta leiknum.

Í herbúðum Úlfanna er gríðarlegur fjöldi leikmanna á meiðslalistanum og þá hafa það margir leikmenn greinst smitaðir að liðið er ekki með nægilega stóran leikmannahóp til að mæta Arsenal eftir tvo daga.

Arsenal vann þægilegan 5-0 sigur á Norwich City í dag en samt sem áður greindust þrír leikmenn með Covid-19 skömmu fyrir hann. Ekki hafa fleiri leikmenn greinst smitaðir í herbúðum liðsins en það breytir því ekki að leiknum hefur verið frestað.


Tengdar fréttir

Þrír með veiruna hjá Arsenal

Þrír leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal hafa greinst með Covid-19 og eru því ekki með liðinu í dag er það tekur á móti Norwich City.

Skytturnar ekki í vand­ræðum gegn Kanarí­fuglunum

Arsenal var án þriggja leikmanna vegna kórónuveirunnar er liðið heimsótti Norwich City í dag. Þrátt fyrir að þurfa að færa menn til í öftustu línu þó kom það ekki að sök þar sem Arsenal vann einkar öruggan 5-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×