Sá stærsti og besti lagður af stað Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 10:34 James Webb geimsjónaukinn á leið frá jörðinni. NASA James Webb geimsjónaukanum var skotið af stað í langt ferðalag í vel heppnuðu geimskoti frá frá evrópsku geimmiðstöðinni í Kourou í Frönsku Gvæjana í gær. Sjónaukinn, sem er sá stærsti og besti sem hefur verið framleiddur er nú á leið í langt ferðalag þar sem honum verður komið fyrir á sporbraut um sólina í um einni og hálfri milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu. Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í gær og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að stefnubreytingin hafi tekið um 65 mínútur í nótt. Það var nauðsynlegt því auk þess að breyta stefnu sjónaukans þurfti að auka hraða hans einnig. Í geimskotinu í gær var markvisst passað upp á það að JWST færi frá jörðinni á minni hraða en sjónaukinn þyrfti til að komast að Lagrange-punkti 2. Success! #NASAWebb s first mid-course correction burn helped fine-tune Webb's trajectory toward its orbit around the second Lagrange point, a million miles (1.5 million km) from Earth: https://t.co/fCx9tOm7ZI#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/1fb7EGbzE9— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 26, 2021 Hægt er að auka hraða JWST en ómögulegt er að hægja á honum. Það er vegna þess að til þess að hægja á honum þyrfti að snúa sjónaukanum og speglum hans í átt að sólinni. Það myndi hita hann of mikið og eyðileggja. Má ekki hitna JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Notaður til að rýna í uppruna alheimsins Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum. Næstu skref JWST eru að virkja loftnet sjónaukans, breyta aftur um stefnu og í kjölfarið byrja uppsetningu sólarskjaldar sjónaukans. Ansi margt þarf að ganga fullkomlega upp til að koma JWST á réttan stað í starfhæfu ástandi. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sjónaukinn er samstarfsverkefni NASA, evrópsku geimstofnunarinnar (ESA) og kanadísku geimstofnunarinnar. Upprunalega stóð til að sjónaukinn myndi kosta einn til 3,5 milljarða dala og átti að skjóta honum á loft árið 2010. Honum var skotið á loft í gær og kostaði í heild um tíu milljarða dala. Geimskotið heppnaðist vel og í kjölfarið voru sólarrafhlöður sjónaukans opnaðar með góðum árangri. Í nótt var fyrsta stefnubreytingin af tveimur framkvæmd en markmiðið er að koma JWST á stað sem nefnist Lagrange-punktur 2. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdakrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. L2 er staður þar sem miðflóttaafl JWST er til jafns við þá þyngdarkrafta sem sjónaukinn verður fyrir frá jörðinni og sólinni. Þannig situr hann fastur á sínum stað og snýr alltaf frá sólinni. Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Í tilkynningu á vef Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) segir að stefnubreytingin hafi tekið um 65 mínútur í nótt. Það var nauðsynlegt því auk þess að breyta stefnu sjónaukans þurfti að auka hraða hans einnig. Í geimskotinu í gær var markvisst passað upp á það að JWST færi frá jörðinni á minni hraða en sjónaukinn þyrfti til að komast að Lagrange-punkti 2. Success! #NASAWebb s first mid-course correction burn helped fine-tune Webb's trajectory toward its orbit around the second Lagrange point, a million miles (1.5 million km) from Earth: https://t.co/fCx9tOm7ZI#UnfoldTheUniverse pic.twitter.com/1fb7EGbzE9— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) December 26, 2021 Hægt er að auka hraða JWST en ómögulegt er að hægja á honum. Það er vegna þess að til þess að hægja á honum þyrfti að snúa sjónaukanum og speglum hans í átt að sólinni. Það myndi hita hann of mikið og eyðileggja. Má ekki hitna JWST nemur innrautt ljós og þarf hann að vera gífurlega kaldur til að virka rétt og svo geislun frá honum sjálfum trufli ekki skynjara sjónaukans. Hann á að verða -233 gráðu kaldur (um fjörutíu Kelvin). Skynjarar í sjónaukanum verða einungis -266 gráður eða um sjö kelvin. Núll kelvin eða -273 gráður kallast alkul og er lægsta fræðilega hitastig alheimsins. Þetta mun gera sjónaukanum kleift að sjá innrauða geislun frá fjarlægustu stjörnuþokum alheimsins og mögulega sjá hvernig fyrstu stjörnurnar og stjörnuþokurnar mynduðust í kjölfar Miklahvells. Notaður til að rýna í uppruna alheimsins Þessar stjörnur og vetrarbrautir sem þær mynduðu eru í svo mikilli fjarlægð frá jörðinni að það hefur tekið ljósið frá þeim svo langan tíma að berast hingað að við gætum séð hvernig þær litu út þegar alheimurinn var ungur. JWST er því ætlað að rýna aftur í tímann, bókstaflega, og varpa ljósi á uppruna alheimsins. Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur, fylgdist um tíma með smíði sjónaukans. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði hann að JWST myndi gjörbylta geimrannsóknum á næstu tíu árum. Næstu skref JWST eru að virkja loftnet sjónaukans, breyta aftur um stefnu og í kjölfarið byrja uppsetningu sólarskjaldar sjónaukans. Ansi margt þarf að ganga fullkomlega upp til að koma JWST á réttan stað í starfhæfu ástandi. Áhugasamir geta fylgst með ferðalagi sjónaukans hér á vef NASA. Hægt er að fara yfir þá hluti sem þurfa að ganga upp hér.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira