Innlent

Snarpir skjálftar við Kleifarvatn

Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm

Snarpir jarðskjálfti fundust víða á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,3 að stærð og 2,9 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Uppfærðar tölur á vef Veðurstofunnar gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,9 og 3,6 og eru það yfirfarnar tölur.

Áður höfðu tölurnar verið 3,3 og 2,9 að stærð og þær fyrstu sögðu fjórir og 4,2.

Skjálftarnir mældust nærri Trölladyngju, vestan við Kleifarvatn. Frá Veðurstofu Íslands fengust þær upplýsingar að þeir væru ekki þar sem kvikugangur hefði greinst og væru hluti af svokölluðum gikkskjálftum.

Fréttin hefur verður uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×